WU LYF liðar stofna nýtt band

Hljómsveitin WU LYF sem var stofnuð árið 2008 í Manchester gaf út sína fyrstu og einu plötu Go Tell Fire to the Mountain árið 2011 við einróma lof gagnrýnenda. Það kom því mörgum aðdáendum sveitarinnar í opna skjöldu þegar að Ellery James Roberts söngvari hennar setti tilkynningu inn á Youtube  í desember þar sem hann tilkynnti um endalok WU LYF. Það virðist einnig hafa komið hinum hljómsveitarmeðlimum WU LYF á óvart því í samtali við NME sagði trommari sveitarinnar Joe Manning að enginn annar úr hljómsveitinni hefði vitað um tilkynningu Roberts. Allir fyrrum hljómsveitarmeðlimir WU LYF að Roberts undanskildum hafa nú stofnað bandið Los Porcos og hægt er að hlusta á þeirra fyrsta lag hér fyrir neðan.