Loft Hostel nýr tónleikastaður í miðbænum

Í gærkvöldi opnaði formlega nýr tónleikastaður í miðbænum. Um er að ræða hostel að nafninu Loft sem staðsett er á efstu hæð á Bankastræti 7. Á opnunarkvöldinu komu fram hljómsveitirnar Boogie Trouble, Prins Póló og Fm Belfast og var stemmingin í salnum rafmögnuð. Boogie Trouble hófu tónleikana rétt um hálf tíu og sönnuðu það að diskóið lifir enn góðu lífi. Prinsinn tók við af þeim og sá um að hver einasta hræða í salnum væri á hreyfingu og Fm Belfast slógu svo botninn í frábært kvöld með einstökum tónleikum þar sem þau spiluðu nokkur ný lög í bland við gömul.

Loft Hostel líkt og Volta sem opnaði í febrúar henta vel fyrir minni og millistóra tónleika en þannig aðstöðu hefur sárvantað síðustu misseri í Reykjavík. Straum.is tekur þessum stöðum fagnandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *