Straumur 29. ágúst 2022

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Hudson Mohawke, Louis Cole, Junior Boys og öðrum fleiri listamönnum auk þess sem frumflutt verður nýtt lag með íslensku hljómsveitinni Godchilla. Straumur með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977. 

1) Is It Supposed – Hudson Mohawke

2) Shareveri (ft. Nancy Whang) – Aidan Noell

3) I’m Tight – Louis Cole 

4) Falling (radio single) – Godchilla 

5) Weird Goodbyes (feat. Bon Iver) – The National 

6) Hærra – K.óla

7) Night Walk – Junior Boys

8) Dicen – Lucreacia Dalt

9) Globe – Ruby Goon

10) Come Around – Carla dal forno 

11) Forever in sunset – Ezra Furman 

12)  Rome – Jelena Ciric

Fyrsti safndiskur Myrkfælni

Fyrsti safndiskur Myrkfælni sem verður blað tileinkað jaðartónlist kom út á dögunum. Stofnendur blaðsins eru þær Kinnat Sóley Lydon og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, fyrsta tímaritið er væntanlegt innan skamms.  Á safndisknum eru lög með Kvöl, Kælunni Miklu, Godchilla, madonna + child, Dead Herring PV, Kuldabola, Rex Pistols, Countess Malaise, DÖPUR, Anda, Dauðyflinum, 「Húni, aska, Lord Pusswhip, Sólveigu Matthildi, ROHT, Dulvitund, SKRÖTTUM, Harry Knuckles og AAIIEENN. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan.

 

Tónleikar helgarinnar

 

Fimmtudagur 18. apríl

Hljómsveitirnar Casio Fatso, Japanese Super Shift and the Future Band og Sindri Eldon & The Ways sjá um menningarlega fræðslu lýðsins á Stúdentakjallarnum.  Fyrsta band á svið kl 22:30 og aðgangur ókeypis

 

Heiladans 23 fer fram á Litlu Gulu Hænunni COLD / JÓNBJÖRN / VÖK / SKENG spila og aðgangur er ókeypis.

 

 

Föstudagur 19. apríl

 

Ste Mccabe tónlistarmaður frá Liverpool og hljómsveitin Klikk sem inniheldur meðal annars meðlimi hljómsveitanna Logn og Swords Of Chaos halda tónleika á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

Laugardagur 20. apríl

 

Alþjóðlegi plötubúðadagurinn (International Record Store Day) verður haldinn hátíðlegur í 6. skipti. Í Lucky Records á Rauðarárstíg verður nóg um að vera og tónlistarmenn og DJ’ar munu halda uppi stuðinu frá opnun til lokunar.

12:00 – Þórir Georg

12:30 – DJ sett

14:00 – Monotown

14:30 – DJ Andri Freyr

16:00 – Samúel Jón Samúelsson Big Band

17:00 – Robert and the Roomates

17:30 – DJ sett

 

Mugison spilar á Tískudögum í Smáralind klukkan 14:00.

 

Hljómsveitirnar Plastic Gods, The Heavy Experience, Tundra og Godchilla halda heljarinnar tónleika á Volta, Tryggvagötu 22. Húsið opnar klukkan 21:00 og tónleikarnir byrja um 22:00. Aðgangseyrir 1000 kr.