Bestu íslensku lög ársins 2022

50. Finna til – Hin 

49. Hvað er ég að gera á þessum fundi – Sveinn Guðmundsson

48. Dopamine – Pale Moon

47. Bye Bye Honey – Superserious

46. Supine – Línus Orri 

45. Whoop! – Plúseinn

44. Hvítir Mávar – Andy Svarthol 

43. Tvímælalaust – Ólafur Bjarki, Kött Grá Pjé

42. Change – Brynja 

41. Mosavegur – Milkhouse 

40. Jelly Belly – BSÍ

39. Draumaprinsessan – S.H. Draumur, Prins Póló 

38. For the Birds – Markús

37. Prikó – ADHD

36. Hvert fer ég þá? – RYBA

35. ástarbréf – lúpína

34. Dínamít – Úlfur Úlfur, Birnir

33. Dansidans (Yves Tomas remix) – Lord Pusswhip 

32. Fyrrverandi – Una Torfa

31. Góður á því – Dr. Gunni, Hipsumhaps 

30. Freak Out – Suð 

29. Maðkur í mysunni – Moses Hightower, Prins Póló 

28. The Orchid – JFDR

27. Hæ Stína – Snorri Helgason 

26. You Got Me – Jökull Logi 

25. Ancestress – Björk, Sindri Eldon 

24. Rome – Jelena Ciric 

23. Playing With Fire – Volruptus

22. Kalk í vatni – Celebs

21. Something – RAKEL 

20. Átta í morgun – Kraftgalli 

19. Parade – Seabear

18. taka samtalið – Supersport!

17. Skepna – Ari Árelíus

16. Sandstorm – Hermigervill 

15. Á óvart – Benni Hemm Hemm, Urður, Kött Grá Pjé

14. I Wish I Was A Model – Bjarki 

13. Aumingja Þuríður – Ólafur Kram 

12. Púki – Unnsteinn

11. Er Þetta allt og sumt? – K.óla

10. Leech – Dream Wife

9. Rhodos – Ultraflex 

8. Ungfrú Ísland – Kvikindi 

7. The Other Side – Salóme Katrín 

6. Leave You In My Dust – $leazy 

5. Lúpínur – KUSK 

4. Kenndu Mér – Inspector Spacetime 

3. No Cry –  CYBER 

2. Annar séns – gugusar

1. Allt – russian.girls, Bngrboy 

Hér er 50 laga listi á Spotify með bestu íslensku lögum ársins:

Fyrsta myndbandið frá Sindra Eldon

Tónlistarmaðurinn Sindri Eldon gefur út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Bitter & Resentful þann 6. október. Sindri sendi í gær frá sér sitt fyrsta myndband sem er við lagið Honeydew og var gert af honum sjálfum auk Rútar Skærings N. Sigurjónssonar. Sindri hefur komið víða við  á tónlistarferlli sínum og hefur m.a. verið meðlimur í hljómsveitum á borð við Dáðadrengi, Slugs og Dynamo Fog.

Airwaves yfirheyrslan – Sindri Eldon

Sindri Eldon hefur reynslu af Iceland Airwaves bæði sem blaðamaður fyrir Reykjavík Grapevine og sem tónlistarmaður með hljómsveitunum Dáðadrengjum, Dynamo Fog og Sindra Eldon & The Ways. Við spjölluðum við Sindra um hátíðina.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Að spila með Dáðadrengjum á Airwaves 2003. Ég svona semi vissi hvaða hátíð þetta var fyrir það, en vissi ekkert að þetta væri eitthvað mikið mál. Ég var sautján ára og nýbyrjaður að drekka (ég blómstraði seint), og svo allt í einu var ég á NASA að opna fyrir Quarashi fyrir framan fullan sal af útlendingum. Það var ýkt kúl, eins og maður sagði gjarnan 2003.

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

Uuu, 2003, 2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012 og svo núna 2013, með ýmsum hljómsveitum, þannig að þær verða tíu allt í allt.

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Ekkert stendur upp úr í fljótu bragði.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur?

Sindri Eldon & the Ways í fyrra. Við vorum með svo geðveikt slot, maður! Hálftvö á laugardagsnótt, Amsterdam smekkfullt af blindfullu fólki í góðum fílíng, við í geðveiku formi, tókum klukkutímasett eins og einhvers konar goð meðal manna. Nei djók. Eða þú veist samt ekki djók, við vorum ógeðslega góðir.

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin? 

Veitekki… hún var fyrst bara einhver svona vonlaus íslendinga-ófagmennska þar sem við vorum reddandi öllu með því að plögga dóti með lánum og loforðum. Svo varð þetta að einhverju svona kúl thing, þökk sé Sjálfstæðisflokknum og Dóra Ásgríms. Matadorpeningarnir flæddu óheflaðir um æðar efnahagsins, og stóru nöfnin byrjuðu að mæta. Síðan pompaði náttúrulega botninn undan öllu því hérna um árið, og hátíðin var mjög lágstemmd í nokkur ár, bara íslensk númer og einhverjir desperate útlendingar. Síðan þá er Airwaves búin að skríða aftur inn í ágætis sess, sem eitthvað svona fyrir-hruns-revival-fyrirbæri, aðallega þökk sé kvikmyndaiðnaðnum, og stóru nöfnin byrjuð að mæta aftur. The sky’s the limit!

 

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Finnst þeir allir alveg ýkt lélegir á heimsmælikvarða. Allir bestu staðirnir eru off-venue. Fuck the system!

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Úff, ég veit ekki… það eru alltaf einhverjir typpatrúðar ráfandi um röflandi um hvað Ghostigital eða Bloodgroup eða Reykjavík! eða einhverjir hafi verið svo geðveikir, maður er löngu hættur að taka mark á þessu.

 

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Hvort sem þú talar ensku eða íslensku við salinn, ekki útskýra af hverju þú ert að tala íslensku/ensku. Öllum er sama, fíflið þitt. Ekki biðja fólk um að koma nær sviðinu, ekki láta fólk klappa í takt, ekki segja okkur um hvað lögin eru, ekki reyna að vera fyndinn, ekki reyna að púlla íslenskan aulahúmor á útlendingana, ekki tala um hversu fullur/þunnur þú ert… bara ekki fokking vera óþolandi fáviti talandi um ömurlegt kjaftæði. Mér er alveg sama hversu lengi ég beið í röð eftir að sjá bandið þitt, ef ég heyri þig segja sögu af því hvernig lagið þitt var samið meðan bassaleikarinn var með flensu eða eitthvað svoleiðis, ég fokking grýti þig með glerflösku. Haltu fokking kjafti.

 

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Neinei, finnst bara best að ráfa milli venuea að sjá hvað fólk hefur upp á að bjóða.

 

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Hún er mjög gott showcase fyrir það besta sem íslensk tónlist hefur upp á að bjóða. Öll böndin gera sitt besta til að vera kúl fyrir útlendingana, og það er bara rokk.

 

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir? 

Engin.

 

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

U, ég held við höfum verið með tíu gigg allt í allt 2011, og við þurftum að afbóka eitt þeirra. Síðan þá höfum við farið aðeins varlegara í að bóka off-venue gig.

 

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

Ekki gott að segja… þær hafa verið mjög hressar margar hverjar.

 

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Yo La Tengo. Ég hef séð Kraftwerk tvisvar, og þetta er bara ljósashow með góðri tónlist. Ég veit ekki hversu lífleg YLT eru, en þau hljóta að vera meiri spennandi að horfa á en Kraftwerk.

 

 

Listasafnið eða Harpa?

Fokking hvorugt. Sportbarinn í Ármúla.

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Sindri Eldon & the Ways! www.facebook.com/events/1392415404323527

 

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

Rokk í smettið!

Tónleikar vikunnar

Þriðjudagur 16. júlí

R&B stórstjarnan Frank Ocean heldur tónleika í  Laugardalshöll. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 8.900 kr í stæði og 13900 í stúku, enn er hægt að kaupa miða á midi.is

Stroff, Skelkur í bringu og Sindri Eldon spila á neðri hæðinni á Faktorý. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Á jazzkvöldi KEX kemur fram kvartett kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Samuel J. Samúelsson á básúnu og slagverk og Sigtryggur Baldursson á conga trommur. Tónlistin hefst kl. 20:30 og stendur í u.þ.b. 2 klst., með hléi. Sem fyrr er aðgangur ókeypis

 

Miðvikudagur 17. júlí

Hjómsveitin Chic undir styrkri handleiðslu stofnandans Nile Rodgers mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi Hörpu. Hljómsveitirnar Moses Hightower og Sisi Ey munu opna kvöldið sem hefst klukkan 21:00. Enn er hægt að kaupa miða á midi.is og kostar 8.500 kr inn.

Raftónlistarpartý á Harlem -Tvíeykið MRC Riddims frá New York [nánar tiltekið Harlem] leikur á tónleikum á nýopnuðum innri sal Harlem (áður Volta). Ghostigital, AMFJ og Lord Pusswhip spila einnig í partíinu og Berglind Ágústsdóttir kemur sérstaklega fram með sín eigin lög í miðju setti MRC Riddims. Partýið stendur frá 22:00 – 01:00 og kostar 1000 kr. inn.

Ylja, Hymnalaya og Stormur halda tónleika á efri hæð Faktorý sem hefjast klukkan 22:00. Það kostar 1500 kr inn.

 

 

Fimmtudagur 18. júlí

Hljómsveitin Boogie Trouble spilar ljóðrænan diskó í gróðurhúsi Norræna hússins á ókeypis Pikknikk tónleikum kl 17:00.

NÆNTÍS VEIZLA í boði Sindra Eldon á Harlem Bar: TREISÍ, JÓN ÞÓR og SINDRI ELDON & THE WAYS koma fram auk þess sem Sindri mun Dj-a til lokunnar.

Gítarveisla í Bíó Paradís en þar stíga á stokk hljómsveitirnar Stroff, Skelkur í Bringu, Bárujárn og Dreprún. Tónleikarnir hefjast 22:00 og er frítt inn.

Sign og We Made God spila á efri hæð Faktorý. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 19. júlí

Hljómsveitin Hymnalaya hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, „Hymns“. Sveitin ætlar að fagna því með léttum ókeypis tónleikum í 12 Tónum á Skólavörðustíg sem hefjast klukkan 17:30.

Moses Higtower og 1860 spila á efri hæð Faktorý. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

 

Laugardagur 20. júlí

KEX Hostel, KEXLand og bandaríska útvarpsstöðin KEXP ætla að bjóða öllum á útitónleikana KEXPORT við Kex Hostel laugardaginn 20. júlí næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í portinu við Kex Hostel og hefjast kl. 12 á hádegi og lýkur um miðnætti. Alls munu 12 hljómsveitir koma fram á klukkutímafresti á þessum maraþon tónleikum. Fram koma: BABIES // BOOGIE TROUBLE // HJALTALÍN // KIPPI KANINUS // LOJI // MOSES HIGHTOWER // MUCK // NOLO // SAMÚEL J SAMÚELSSON BIG BAND // SÍSÍ EY // SYKUR //

 

Hjaltalín heldur tónleika á Faktorý, laugardagskvöldið 20. júlí. Um upphitun sér hljómsveitin Japam. Húsið opnar klukkan 22 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22:45. Miðasala fer eingöngu fram við hurð og er aðgangseyrir 1.500 krónur.

 

 

 

 

 

Straumur 18. mars 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá The Strokes, Vampire Weekend, Dick Diver, Phosphorescent, Jóhanni Kristinssyni, Haim, Útidúr, Sindra Eldon og mörgum öðrum. Við fáum einnig hljómsveitina Nóru í heimsókn. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977.

Straumur 18. mars 2013 by Olidori on Mixcloud

 

1) Tap Out – The Strokes
2) Diane Young – Vampire Weekend
3) Step – Vampire Weekend
4) Welcome to Japan – The Strokes
5) 50 50 – The Strokes
6) Slow Animals – The Strokes
7) Chances – The Strokes
8) Sporvagnar – Nóra
9) Himinbrim – Nóra
10) America – Sindri Eldon and The Ways
11) Typewriter – Jóhann Kristinsson
12) Traps – Jóhann Kristinsson
13) Vultures – Útidúr
14) Falling (Duke Dumont remix – Haim
15) Blue & That – Dick Diver
16) Ride On / Right On – Phosphorecent

 

Airwaves Þáttur 4 – 24/10/2012

Fjórði Iceland Airwaves sérþáttur Straums var á dagskrá á X-inu 977 í gærkvöldi. Hljómsveitirnar Sykur og Captain Fufanu kíktu í heimsókn, auk Sindra Eldons. Hlustið á viðtölin hér fyrir neðan.

1. hluti: viðtal við Sykur  

      1. airw 4 1

2. hluti: viðtal við Sindra Eldon  

      2. Airw 4 2

3. hluti: viðtal við Captain Fufanu og miði gefin 

      3. Air 4 3

Hér er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni!