Bandaríska indie-rokk dúóið Foxygen frá Westlake Village í Kaliforníu gáfu út sína aðra plötu We Are The 21st Century Ambassadors of Peace & Magic þann 22. janúar. Lagið No Destruction er án efa einn af hápunktum plötunnar en því mætti lýsa eins og skemmtilegri blöndu af Velvet Underground, Bob Dylan og Pavement. Hljómsveitin sendi í dag myndband við þetta frábæra lag.
Author: olidori
Tónleikar helgarinnar 8. -12. maí
Miðvikudagur 8. maí
Mosi Frændi, Fræbblarnir, Hellvar, Saktmóðgur og Skelkur í bringu spila á Gamla Gauknum, tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er ókeypis inn.
Á Volta koma fram hljómsveitirnar Ojba Rasta, Mammút og Geimfarar. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það kostar 1500 kr inn.
Fimmtudagur 9. maí
Á Loft Hostel verða ókeypis tónleikar með Útidúr sem hefjast klukkan 21.
Birgir Örn Steinarsson sem var áður í hljómsveitinni Maus og Hjalti Jón Sverrisson úr Miri munu halda tónleika á Hemma á Valda. Frítt inn og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 22.
Shadez of Reykjavík kynna new school djöflashit ásamt Freskimos og GERViSYKUR. Húsið opnar 22 og það kostar 1000 kr inn.
Föstudagur 10. maí
Hljómsveitin Sykur fagnar próflokum með ókeypis tónleikum á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.
Dikta, Friðrik Dór og 1860 koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.
Laugardagur 11. maí
Vínylmarkaðurinn mætir aftur til leiks á Kex Hostel næstkomandi laugardag. Þar verður hægt að kaupa íslenskar vínylplötur.Markaðurinn hefst kl. 13 og stendur til kl. 20. Hljómsveitir koma fram og leika listir sínar af útgefnum vínylplötum!
15:00 Kippi Kaninus
16:00 Low Roar
17:00 Valdimar
18:00 Hjaltalín
FM Belfast og Vök koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.
Langi Seli og Skuggarnir koma fram á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er frítt inn.
Mynd: Elín Lóa
Nýtt lag frá Vök
Sigurvegarar músíktilrauna í ár Vök sendu í dag frá sér lagið Ég bíð þín. Lagið er sungið á íslensku og var mixað og masterað af Möller Records. Hlustið á það hér fyrir neðan.
mynd: Brynjar Gunnarsson
Straumur 6. maí 2013
Í Straumi í kvöld skoðum við nýtt efni frá Classixx, Vampire Weekend, MS MR, tonmo, Mark McGuire og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.
Straumur 6. maí 2013 by Olidori on Mixcloud
1) Unbelievers – Vampire Weekend
2) Ya Hey – Vampire Weekend
3) Hannah Hunt – Vampire Weekend
4) Worship You – Vampire Weekend
5) Trains – Wampire
6) Hurricane (CHVRCHES remix) – MS MR
7) Just Desserts – Marina and The Diamonds & Charli XCX
8) Go With The Wind – The Child of Lov
9) Warrior – The Child of Lov
10) Rhythm Santa Clara – Classixx
11) All Your Waiting For – Classixx
12) Hanging Gardens – Classixx
13) Dominoes – Classixx
14) Punta Rosarito – Tonmo
15) Second Summer (RAC remix) – YACHT
16) More Than I Love Myself – Sean Nicholas Savage
17) In Search Of The Miraculous – Mark McGuire
18) Young Lion – Vampire Weekend
Myndband frá Legend
Hljómsveitin Legend sendi fyrr í mánuðinum frá sér myndband við lagið Benjamite Bloodline af plötunni Fearless sem kom út í fyrra. Hljómsveitin sem er skipuð Krumma Björgvinssyni og Halldóri Á Björnssyni tóku upp myndbandið fyrir tæpum tveimur árum en kláruðu það nýverið.
Lay Low með tónleika heima í stofu
Næsta laugardag þann 4. maí mun tónlistarkonan Lay Low bjóða uppá litla sóló tónleika frá stofunni heima hjá sér. Síminn mun hjálpa til við að stream-a tónleikunum beint þannig að fólk geti verið með yfir internetið. Tónleikarnir byrja klukkan 21 og eru ókeypis. Ef fólk er með eitthvað sérstakt Lay Low óskalag má setja það í komment á facebook síðu Lay Low
eða nota #laylowlive á twitter eða instagram. Slóðinn á tónleikana er http://www.siminn.is/
mynd: Pu The Owl
RIF senda frá sér myndband
Hljómsveitin RIF hefur verið starfandi í u.þ.b. tvö ár og er nú að senda frá sér myndband við lagið Draumur af væntanlegri plötu. Liðsmenn sveitarinnar koma úr ýmsum áttum – Náttfara, Leaves, Feldberg, Stafrænum Hákon og Miri.
Straumur 29. apríl 2013
Í Straumi í kvöld skoðum við nýtt efni frá Jessie Ware, Vampire Weekend, She & Him, Savages og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá klukkan 23:00.
Straumur 29. apríl 2013 by Olidori on Mixcloud
1) Music For Film 1 – Ty Segall
2) Love Thy Will Be Done – Jessie Ware
3) Miasma Sky – Baths
4) Oossuary – Baths
5) Obvious Bicycle (live at Roseland Ballroom) – Vampire Weekend
6) Everlasting Arms (live at Roseland Ballroom) – Vampire Weekend
7) You & I – Crystal Fighters
8) Do You… (Cashmere Cat remix) – Miguel
9) The Socialites (Joe Goddard remix) – Dirty Projectors
10) Entertainment (Dirty Projectors remix) – Phoenix
11) No Regrets (ft. TI & Amber Coffman) – Snoop Lion
12) I’ve Got Your Number, Son – She & Him
13) Baby – She & Him
14) Husbands – Savages
15) Ísjaki – Sigur Rós
WU LYF liðar stofna nýtt band
Hljómsveitin WU LYF sem var stofnuð árið 2008 í Manchester gaf út sína fyrstu og einu plötu Go Tell Fire to the Mountain árið 2011 við einróma lof gagnrýnenda. Það kom því mörgum aðdáendum sveitarinnar í opna skjöldu þegar að Ellery James Roberts söngvari hennar setti tilkynningu inn á Youtube í desember þar sem hann tilkynnti um endalok WU LYF. Það virðist einnig hafa komið hinum hljómsveitarmeðlimum WU LYF á óvart því í samtali við NME sagði trommari sveitarinnar Joe Manning að enginn annar úr hljómsveitinni hefði vitað um tilkynningu Roberts. Allir fyrrum hljómsveitarmeðlimir WU LYF að Roberts undanskildum hafa nú stofnað bandið Los Porcos og hægt er að hlusta á þeirra fyrsta lag hér fyrir neðan.
Tónleikar helgina 25.- 28. apríl
Fimmtudagur 25. apríl
Erlend Oye úr Kings of Convenience mun troða upp á afmæli Slippbarsins.
Föstudagur 26. apríl
Kristján Hrannar flytur lög af væntanlegri plötu sinni Anno 2013 á Stúdentakjallaranum. Aðgangur ókeypis og tónleikarnir hefjast klukkan 16:00.
Ásgeir Trausti heldur tónleika á efri hæð Faktorý ásamt Pétri Ben. Efri hæð opnar kl. 22 og hefjast tónleikarnir kl. 23:00. Miðaverð er 2500 kr.
Skúli mennski spilar ásamt Þungri byrði á Rósenberg. Það kostar 1500 krónur inn og tónleikar hefjast klukkan 22:00.
Skelkur í Bringu heldur tónleika á Kaffibarnum og spila lög af væntanlegri plötu. Krystal Carma hitar upp með ýmisum gjörningum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Laugardagur 27. apríl
Morgan Kane og Axeorder halda ókeypis tónleika á Dillon sem hefjast klukkan 22:00.
Tónleikar með Retrobot, Kjurr, Vök og Just Another Snake Cult á Gamla Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 1000 krónur inn.
Hjálmar spila á efri hæðinni á Faktorý laugardagskvöldið. Miðaverð: 2000 kr. Efri hæð opnar kl. 22:00.
Sunnudagur 28. apríl
Tónleikar með órafmagnaða blústríóinu Debess Blues Station frá Færeyjum á Cafe Haiti. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er aðgangur 1000 krónur.