Kveikur komin á netið

Þó svo nýjasta plata Sigur Rósar Kveikur komi ekki út fyrr en á þjóðhátíðardegi Íslendinga hafa þeir Jónsi, Georg Hólm og Orri Páll leyft aðdáendum að taka smá forsmekk á sæluna og sett plötuna í heild sinni á vef Amazon til hlustunar. 16 ár eru liðin síðan fyrsta breiðskífa Sigur Rósar Von kom út en í fyrra sendi bandið frá sér Valtara og bæta þeir nú sjöundu plötunni safnið. Kveikur er fyrsta platan sem Sigur Rós gefur út undir merkjum XL Recordings þó svo XL hafi reyndar eitthvað komið að útgáfu Með suð í eyrum spilum við endalaust en Sigur Rós sleit upp samstarfi við EMI í fyrra. Kjartan Sveinsson kvaddi einnig hljómsveitina í fyrra og er þetta í fyrta skiptið sem Sigur Rós gefur út plötu sem tríó síðan Von kom út.
Kveikur inniheldur 9 lög og nú þegar hafa birst myndbönd við lögin „Ísjaki“, „Brennisteinn“ og nú síðast þann 6. júní bættu þeir við athyglisverðu sjónarspili við titillag plötunnar. Meðlimir sáu sjálfir um upptökur og hafa lýst afrakstrinum sem ágengara efni en áður hefur heyrst frá hljómsveitinni. Plötunni verður svo fylgt vel eftir og eru tónleikar víða um Evrópu á döfinni nú í súmar.

Hlustið á Kveik hér

-Daníel Pálsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *