Straumur 22. ágúst 2022

Í Straumi í kvöld verður kíkt á nýtt efni frá Unnsteini, Ultraflex, Danger Mouse, Danny Brown, Nikki Nair og fleirum. Þátturinn hefst á slaginu 22:00 á X-inu 977!

1) Eitur – Unnsteinn

2) Under the Spell – Ultraflex 

3) Mango Feedback – Four Tet

4) Plug – Four Tet

5) Strangers (feat. A$AP Rocky and Run The Jewels) – Danger Mouse 

6) Winter – Danny Brown 

7) Frisco – Little Dragon 

8) Yaëll Campbell, Brynja, Baldur – Mildly Insane 

9) Á ÓVART – Benni Hemm Hemm, Urður, Kött Grá Pje

10) Hold Me In Your Arms Again – GusGus, John Grant 

11) Burning – Yeah Yeah Yeahs 

12) Peach – PONY

13) Zum Herz – Guerilla Toss 

14) WASTE NO TIME – AJRadico 

15)  One Year Stand – Frankie Cosmos

Portugal. The Man gefa út nýja plötu undir leiðsögn Danger Mouse

Portugal. The Man er bandarískt psychedelic pop/rock band sem gefur í dag þann 4. júní út sína sjöundu breiðskífu Evil Friends.  Hljómsveitin hefur liggur við átt heima í hljóðveri frá árinu 2006 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu Waiter: „You Vultures!“. Síðan þá hafa þeir gefið út plötu árlega allt til ársins 2011 þegar In the Mountain in the Cloud kom út. Nú tók hljómsveitin með þá John Gourley og Zach Carothers í farabroddi sér lengri tíma við gerð plötunnar og fengu þeir til liðs við sig snillinginn Brian Joseph Burton eða Danger Mouse eins og hann er betur þekktur sér til aðstoðar við upptökur á plötunni. Leikarinn Kane Ritchotte trommar í fyrsta skipti með Portugal. The Man á þessari plötu en auk hans hefur hljómborðsleikarinn Kyle O‘ Quin gengið til liðs við bandið.
Danger Mouse er ekki þekktur fyrir að senda frá sér efni nema það sé vænlegt til árangurs og má þar nefna Broken Bells, Gnarls Barkley og Sparklehorse verkefnin því til stuðnings. Hann klikkar ekki frekar en fyrri daginn og virðist hafa fínpússað stefnu sveitarinnar og komið þeim í aðeins útvarpsvænni búning. Platan ber vott af tilraunastarfsemi og hefur að geyma frumleg syntha hljóð sem hafa einkennt fyrri plötur sveitarinnar. Aðdáendur Portugal. The Man gætu orðið fyrir vonbrigðum og fundist þeir vera poppa sig of mikið upp en bassaleikarinn Zach Carothers hefur ekki áhyggjur af því. „Ég elska popp, ég vil búa til góða popp tónlist og gera hana kúl. Við höfum ákveðin stíl og náum ennþá að fylgja honum eftir.“ Markmið Carothers virðist hafa tekist með Evil Friends og gæti hún alveg prílað upp lista hér og þar og fengið spilun í útvarpi með undirskriftinni aðgengilegt psychadelic pop/rock.

-Daníel Pálsson