Mynd: Nanna Dís
Fimmtudagur 31. ágúst
Söngkonan Ólöf Arnalds kemur fram á Loft Hostel í Bankastræti og hefur leik klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
Sóley fagnar nýútgefinni plötu sinni, Krómatík, með tónleikum í Mengi. Hún mun leika lög af plötunni í bland við eldra efni og annað óútgefið. Sóley stígur á stokk 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Blúsaði pulsusalinn Skúli Mennski kemur fram ásamt hljómsveit sinni Þungri Byrði á Rósenberg. Tónleikarnir byrja 22:00 og hægt er að kaupa miða í forsölu á 1500 krónur í síma 861-3553, en annars er miðaverð 2000 krónur við hurð.
Föstudagur 1. ágúst
Innipúkinn hefst í dag með stífri tónleikadagskrá á Húrra og Gauknum sem hljómar svo:
Húrra:
21:00 Snorri Helgason
21:45 Dj flugvél og geimskip
22:30 Justman
23:15 Borko & Futuregrapher
00:00 Orphic Oxtra
00:45 Ojba Rasta
Gaukurinn:
21:15 Börn
22:05 Pink Street Boys
22:55 Kælan Mikla
23:45 Logn
00:35 Muck
Dyrnar opna klukkan 20:00 en armband fyrir alla þrjá dagana kostar 6500 krónur en hægt er að kaupa sig inn á stök kvöld fyrir 3000.
Þá fer tónlistarhátíðin Bakgarðurinn fram á Dillon en hún nær yfir þrjá daga en þennan dag koma fram Ojba Rasta, DIMMA, Benny Crespo’s Gang, Elín Helena, Lily Of The Valley, Bellstop, Jakobsson. Fyrstu tónleikarnir byrja 17:00 en helgarpassi á hátíðina kostar 4500 krónur en dagspassi 2000.
Laugardagur 2. ágúst
Innipúkinn heldur áfram á Húrra og Gauknum en dagskrá kvöldsins er eftirfarandi:
Húrra:
21:00 Loji
21:45 Kvöl
22:30 Low Roar
23:15 Benni Hemm Hemm
00:00 Mr. Silla
00:45 Amaba Dama
Gaukurinn:
21:15 Good Moon Deer
22:05 Quadruplos
22:55 Futuregrapher
23:45 Tanya & Marlon
00:35 Sísí Ey
Dyrnar opna eins og fyrr 20:00 og armband fyrir alla þrjá dagana á 6500 en 3000 kostar inn á stakt kvöld.
Tónlistarhátíðin Upp rís úr rafinu verður haldin í Mengi en hún er helguð samspili raf- og akústískrar tónlistar. Hópur ungra tónskálda mun sýna verk sín á tvennum tónleikum en aðgangseyrir fyrir allt heila klabbið er 2000 krónur:
Kl. 18:00: Ný verk fyrir víólu og elektróník eftir Báru Gísladóttur, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Finn Karlsson, Halldór Smárason og Hauk Þór Harðarson. Flytjandi er Þóra Margrét Sveinsdóttir.
Kl. 20:00: Tónskáld flytja eigin verk með hjálp raftækja: Áslákur Ingvarsson, Gunnar Gunnsteinsson, Gunnar Karel Másson, Matthías Ingiberg Sigurðsson og Sigrún Jónsdóttir.
Bakgarðurinn heldur áfram á Dillon en þetta kvöld koma fram SÓLSTAFIR, Snorri Helgason & Silla, We Made God, Audio Nation, Ármann Ingvi, Milkhouse og Myrká. Dagskráin hefst 17:00 og miði á allar þrjá daga kostar 4500 en 2000 á stakan dag.
Sunnudagur 3. ágúst
Síðasta kvöld Innipúkans verður eins og fyrr á Húrra og Gauknum og dagskráin er eftirfarandi:
Húrra:
21:00 Fufanu
21:45 Mosi Musik
22:30 Markus & The Diversion Session
23:15 Ólöf Arnalds
00:00 Boogie Trouble
00:45 Megas + Grísalappalísa
Gaukurinn:
21:15 Shades of Reykjavík
22:05 Cryptochrome
22:55 7berg
23:45 Reykjavíkurdætur
00:35 Kött Grá Pje
Síðasti dagur Bakgarðarins á Dillon en þá koma fram Dikta, Low Roar, Mosi Musik, The Roulette, Alchemia band, Future Figment, Lucy In Blue. Dagskráin hefst sem fyrr klukkan 17:00.