Miðvikudagur 30. apríl
Willy Mason kemur fram á Mengi. Mason er bandarískur tónlistarmaður sem hefur sinnt því starfi sínu meðfram plötuútgáfu og tónleikahaldi síðastliðin 12 ár. Hann hefur starfað með tónlistarmönnum líkt og Chemical Brothers, Lianne La Havas, Isobel Campbell og Mark Lanegan og túrað með Radiohead, Mumford and Sons og fleirum. Á þessum fyrstu tónleikum sínum á Íslandi nýtur Willy fulltingis tónlistarkvennanna Emilíönu Torrini og Mara Carlyle. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Hljómsveitirnar Ottoman og Dorian Gray spila á Dillon. Leikar hefjast á slaginu 22:30 og það er ókeypis inn.
Fimmtudagur 1. maí
Amiina spila í Mengi við Óðinsgötu. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00
Laugardagur 3. maí
Sumarfögnuður Straums, síðunnar sem þú ert að lesa, verður haldinn á Kex Hostel. Kanadíska indíbandið Phédre kemur fram ásamt samlöndum sínum Ken Park og íslensku hljómsveitinni Nolo. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn og við hvetjum að sjálfsögðu alla lesendur til að mæta og fagna með okkur.
Lay Low spilar á Rosenberg og byrjar að spila 21:30. Aðgangseyrir er 1900 krónur.
Eve Fanfest fer fram í Hörpu. Á tónleikum um kvöldið í Silfurbergi koma fram Ásgeir Trausti, FM Belfast og Z-Trip. Dagskráin hefst klukkan 20:00 og miðaverð er 2990 krónur.