Fimmtudagur 3. desember
Tónlistarmaðurinn Helgi Valur kemur fram á Hlemmur Square. Hann byrjar að spila klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
Tónlistarmennirnir Marteinn, Ultraorthodox og Vrong koma fram í tónleikaröðinni night of the 808 á Húrra. Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 og það kostar 1000 krónur inn.
Föstudagur 4. Desember
Austfirsku sveitirnar Laser Life og Miri stíga á stokk á Dillon. Tónleikarnir byrja 22:00 og aðgangur er fríkeypis.
Arnljótur Sigurðsson fagnar útgáfu sinnar þriðju breiðskífu, Úð, með tónelikum í Mengi. Hann hefur leik 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Laugardagur 5. Desember
Straumur og í samstarfi við Reykjavík Records sýna heimildamyndina Jingle Bell Rocks í Bíó Paradís en þar er heimur “öðruvísi” jólalaga skoðaður. Talað er við plötusafnara sem safna þannig tónlist og hina ýmsu áhugamenn jólatónlistar, m.a. The Flaming Lips, Run DMC og John Waters. Leikstjóri myndarinnar Mitchell Kezin verður viðstaddur og tekur við spurningum úr sal eftir myndina og Reykjavík Records Shop mun selja alls kyns jólaplötur fyrir og eftir sýningu hennar. Myndin er sýnd klukkan 20:00 og miðaverð er 1400.
Elín Ey kemur fram á Bravó meðan Harpa Björns stendur fyrir markaði á myndlistarverkum. Tónleikarnir byrja 18:00 og aðgangur ókeypis.
Ólöf Arnalds kemur fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og byrjar 21:00.