Tónleikahelgin 28.-31. október

 

Miðvikudagur 28. október

 

Gangly og Vagina Boys koma fram á Húrra. Hurð opnar 20:00 og tónleikar hefjast 21:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Hljómsveitin múm mun spinna tónlist við þýsku kvikmyndina Menchen Am Sonntag í Mengi. Sýning og tónleikar hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 30. október

 

Markús & The Diversion Sessions, Sveinn og Koi koma fram á Stofunni. Ókeypis inn.

 

Laugardagur 31. október

 

Teitur Magnússon og Ojba Rasta stíga á stokk í Lucky Records. Teitur fer á svið 15:00 og Ojba Rasta klukkan 17:00. Ókeypis inn og léttar veitingar í boði.

 

Big Band Samúels Jóns Samúelssonar kemur fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þeir lofa sjóðandi heitri súper heitri rjúkandi  blöndu af afróbíti, eþjópískum jass,funk, brasílísku samba og ýmsu öðru sem sem á sér enga hliðstæðu í sólkerfinu. Tónleikar hefjast 22:00 og aðgangseyrir er 2900.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *