Tónleikahelgin 24.-25. júní

 

Föstudagur 24. júní

 

Tónlistarkonan Kira Kira mun hleypa villidýrunum í gegnum hátalarana í Mengi en hún er á lokasprettinum með tvær nýjar plötur, tónlist sem nær enginn hefur heyrt. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 25. júní

 

Raftónlistarmaðurinn Einar Indra heldur útgáfutónleika fyrir plötu sína Stories á Kex Hostel. Þeir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 inn í Gym & Tonik salnum og það er ókeypis inn.

 

Það verður klúbbakvöld á Húrra þar sem Trentemoller samstarfsmaðurinn Kasper Bjorke mun þeyta skífum, ásamt Sexy Lazer og The Mansisters. Það kostar 1000 krónur í forsölu en 2000 krónur við hurð, hefst á miðnætti og stendur langt fram á nótt.

 

Söngkonan og lagahöfundurinn Ólöf Arnalds mun seiða fram töfrandi dagskrá á Jónsmessukvöld í Mengi ásamt samverkamanni sínum til margra ára, Skúla Sverrissyni. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Það verður haldið upp á 20 ára afmæli Skýjum Ofar á Paloma. Plötusnúðar sem hafa staðfest komu sína eru Reynir, Addi, Eldar, Bjössi, Ewok, Skeng og Grétar G. Gleðin hefst upp úr 23:00 og stendur í alla nótt, miðaverð er 1500.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *