Tónleikahelgin 16.-18. janúar

Föstudagur 16. Janúar

 

Fyrsta stundin verður haldin í Mengi. Það er fyrsta kvöldið í tónleikaröð sem Mengi mun bjóða upp á með reglulegu millibili yfir árið, þar sem stórir hópar hljóðfæraleikara leika saman. Í kvöld verður spilað á strengjahljóðfæri en meðal gesta kvöldsins verða Úlfur Hansson, Una Sveinbjarnardóttir, Gyða Valtýsdóttir, Arnljótur Sigurðsson, Borgar Magnason, Benedikt H Hermannsson, Ólöf Arnalds, Guðmundur Óskar, Katie Buckley, Richard Andersson, Skúli Sverrisson. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitirnar Mercy Buckets, Laser Life og Grit Teeth koma fram á tónleikum á Íslenska Rokkbarnum í Hafnafirði. Tónleikarnir hefjast stundvíslega 23:30 og það er ókeypis inn.

 

Hljómsveitin Var spilar á Dillon, þau hefja leik 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Laugardagur 17. Janúar

 

Vio, sigurvegarar Músíktilrauna 2014, gáfu út sína fyrstu plötu DIVE IN skömmu fyrir jól, og munu fagna útgáfu hennar með tónleikum á Húrra. Hljómsveitin Var, sem unnu Músíktilraunir árið 2013, hitar upp en tónleikarnir byrja 22:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Mótorhead tribute-bandið Bömpers leikur á Gauknum. Fjörið hefst 22:00 og aðgangseyrir er 3000 krónur.

 

Hljómsveitirnar Wago og Munstur koma fram á Dillon. Tónleikar hefjast 22:00 og það er ókeypis inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *