Tónleikahelgin 13.–14. janúar

 

Föstudagur 13. Janúar

 

Tónlistarverðlaun tímaritsins The Reykjavík Grapevine verða afhent á Húrra. Hatari, aYia og Fufanu koma fram og það er ókeypis inn. Byrjar klukkan 20:00.

 

Upphitun fyrir tónlistarhátíðina Norðanpaunk verður haldin á Gauknum. Fram koma Meinhof, Godchilla og Dauðyflin, og einning verða lesin upp ljóð. Aðgangseyrir er 1000 krónur og ballið byrjar 21:00.

 

Jazztríóið Asa kemur fram á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Laugardagur 14. Janúar

 

Það verður blásið til pönkveislu í Port Gallery, Laugavegi 32b. Fram koma Dead Herring PV, Meinhof, Panos From Komodo, ROHT, og GRIT TEETH. Það kostar 1000 krónur inn og tónleikarnir byrja 20:00.

 

Fiðluleikarinn Hiraku Yamamoto úr japönsku hljómsveitinni Nabowa kemur fram á Kex Hostel ásamt píanóleikaranum Yuma Koda, Teiti Magnússyni og Þorgerði Gefjun Sveinsdóttur.

 

Fönksveitin Óregla kemur fram á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *