Tónleikahelgin

Svona stuttu eftir Airwaves er líklega nokkur þreyta í flestum tónlistarmönnum landsins og tónleikahald því með rólegra móti þessa helgi. En það er þó alltaf eitthvað og það er hérmeð tekið saman.

Fimmtudagur

Sálarsveitin Moses Hightower fagnar  útgáfu plötunnar Mixtúrur úr Mósebók en á henni er að finna 16 endurhljóðblandanir eftir valinkunna listamenn af lögum af Annarri Mósebók, síðustu breiðskífu þeirra. Í tilefni útgáfunnar verður haldið hlustunarteiti í plötubúðinni Lucky Records þar sem platan mun óma og boðið verður upp á léttar veitingar, en gleðin hefst klukkan 20:00.

Hljómsveitin Slow Mountains verður með tónleika ásamt tónlistarmanninum Jón Þór á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og aðgangur er ókeypis.

Föstudagur

Hið mánaðarlega jaðarkvöld kaffi Hressó heldur áfram
og nú er komið að Oyama og Knife Fights. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og aðgangur er ókeypis.

Hljómsveitirnar Vintage Caravan, Nykur og Conflictions koma fram á Gamla Gauknum. Hurðin opnar klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

Laugardagur

Haldnir verða tónleikar á Gamla Gauknum til heiður Black Sabbath þar sem verður breytt yfir helstu smelli sveitarinnar. Heiðurssveitina skipa Jens Ólafsson (Brain Police), Franz Gunnarsson (Ensími / Dr. Spock), Flosi Þorgeirsson (HAM) og Birgir Jónsson (Dimma / Skepna). Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og miðaverð er 1500 krónur í forsölu en 2000 krónur við hurð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *