Fyrsta lagið af nýjustu plötu Aphex Twin sem er beðið með mikilli eftirvæntingu um allan heim var að detta á netið. Lagið ber hinn þjála titil Minipops 67 [120.2][Source Field Mix] og er löðrandi í fingraförum rafmeistarans sem hefur greinilega engu gleymt. Aphex Twin gaf út síðustu breiðskífu sína, Drukqs, árið 2001 þannig að aðdáendur eru orðnir langeygðir eftir Syro sem kemur út þann 23. september. Minipops 67 er með níðþungum og brotnum takti í bland við draugalegar raddið og bjagaða píanóhljóma og hefði ekki getað komið frá neinum öðrum en sjení-inu sjálfu. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.