Tónlistarkonan Merrill Garbus, betur þekkt sem tUnE-yArDs, tilkynnti á afmælisdegi sínum í dag að von væri á nýrri breiðskífu frá henni. Platan mun bera heitið Nicky Nack og kemur út þann 6. maí. Til að gefa forsmekkinn af plötunni var opinberað svokallað megamix þar sem blandað er saman smábútum úr öllum lögum af plötunnar. Hlustið á það hér fyrir neðan og horfið á myndbandið við lagið Bizness af síðustu plötu tUnE-yArDs, W H O K I L L, sem kom út árið 2011 og var með betri plötum þess árs.