Tónlistarkonan Merryl Garbus sem gengur undir nafninu tUnE-yArDs gaf frá sér nýtt myndband í dag við lagið Real Thing. Það kemur af þriðju breiðskífu hennar, Nikki Nack, sem kom út fyrr á árinu og hefur hlotið afar góðar viðtökur. Real Thing er eitt af sterkustu lögum plötunnar og myndbandið er mjög litríkt en þar eru gínur í helstu hlutverkum ásamt Garbus. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.