Justin Vernon verður seint sakaður um aðgerðarleysi þessa dagana, auk þess að vera forsprakki Bon Iver hefur hann gefið út plötu með hljómsveit sinni The Shouting Matches, komið að gerð plötu Colin Stetson New History Warfare Vol. 3 To See More Light og Yeezus plötu Kanye West. Allt þetta hefur hann gert á árinu 2013 og nú bætist platan Rapave í safnið en hana gefur hann út með hljómsveit sinni Volcano Choir. Þetta er önnur breiðskífa sveitarinnar og fylgir á eftir Unmap sem kom út árið 2009. Rapave kemur formlega út 3. september en henni hefur þegar verið streymt á netið.
Afraksturinn er ljúfar melódíur, tilraunakenndar dramatískar rokkballöður sem kunna að vera nokkuð yfirþyrmandi fyrir viðkvæma.