Í síðasta þætti Hljómskálans leiddu saman hesta sína stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og stuðsveitinn Steed Lord. Útkoman var lagið „Viva La Brea“ sem er óður til Los Angeles borgar þar sem Steed Lord heldur til og myndbandið tekið á rúntinum um borgina þar sem Svala og Jakob spóka sig um í gömlum Audi. Daft Punk fýlingurinn leynir sér ekki í laginu og þó svo tónlistarstefnur þessara listamanna eigi ekki mikið sameiginlegt finna þau fullkominn milliveg.