Hlustið á Get Lucky með Daft Punk

Fyrsta smáskífan af nýjustu plötu Daft Punk var loksins að detta á netið í nótt. Lagið Get Lucky er dúnmjúkur diskófönksmellur sem skartar Nile Rodgers á gítar og Pharrel Williams sér um sönginn. Rúmlega ein mínúta af laginu var spiluð í auglýsingu  í SNL þættinum síðasta laugardag og alla vikuna hafa falskar útgáfur af laginu sprottið upp eins og gorkúlur út um allt alnetið. En hér er það loksins komið í allri sinni dýrð. Breiðskífan Random Access Memories kemur út þann 21. maí og er beðið með mikilli eftirvæntingu. Hlustið á Get Lucky hér fyrir neðan og horfið á viðtöl við Nile Rodgers og Pharrel Williams um samstarf þeirra við vélmennadúettinn.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *