Kameljónið David Bowie er 66 ára í dag og hann notaði það tilefni til að gefa frá sér nýtt lag og myndband, og það sem meira er, ný plata er væntanleg frá kappanum í byrjun mars. Bowie hefur látið lítið fara fyrir sér undanfarin ár en þetta verður fyrsta breiðskífa hans frá því Reality kom út árið 2003. Upptökum á plötunni stjórnaði Tony Visconti sem hefur áður unnið með Bowie, meðal annars á plötunum Young Americans, Low og Heroes. Hægt er að horfa á myndbandið við lagið, Where are we now, hér fyrir neðan en það vísar sterkt í dvöl Bowie í Berlín á ofanverðum áttunda áratugnum.