Kanadíska skóglápssveitin Beliefs kemur fram á Harlem í kvöld en tónleikarnir eru fyrsta stoppið á löngum Evróputúr sem er framundan hjá bandinu. Mikið suð hefur verið í kringum sveitina á þessu ári á miðlum eins og Pitchfork, Stereogum, NME og Guardian. Beliefs sækir stíft í arf sveita á borð við My Bloody Valentine og áhugamenn um ómstríða gítarveggi, effektapedala og loftkenndar raddir ættu ekki að láta sig vanta. Um upphitun sjá Re-Pete og The Wolf Machine en tónleikarnir hefjast klukkan 22:00. Aðgangseyrir er 1000 krónur og gestum er bent á að koma með reiðufé því ekki verður posi á staðnum, þrátt fyrir að hraðbanka sé auðvitað að finna í næsta nágrenni við Harlem. Hlustið á lagið Gallows Bird hér fyrir neðan og horfið á myndband við lagið Lilly.