Lagið Wait For A Minute með tónlistarkonunni tUnE-yArDs var rétt í þessu sleppt á internetið en það er önnur smáskífan af breiðskífunni Nikki Nack sem kemur út 5. maí á vegum 4AD útgáfunnar. Lagið fylgir í kjölfarið á hinu frábæra Water Fountain sem kom fyrir um mánuði síðan. Nikki Nack er þriðja breiðskífa tUnE-yArDs en önnur plata hennar, Whokill, skoraði hátt á árslistum flestra gagnrýnenda þegar hún kom út árið 2011. Sama ár sótti hún Ísland heim á Iceland Airwaves hátíðina og lék á frábærum tónleikum fyrir stappfullum Nasa salnum. Þessi fyrstu lög sem heyrast af nýju plötunni sverja sig í ætt við fyrri verk tónlistarkonunnar, en hljóðheimurinn er þó ögn stafrænni og slípaðri en áður. Hlustið á Wait For A Minute og Water Fountain hér fyrir neðan.