Gleðiflokkurinn Babies stendur fyrir dansiballi á Húrra Laugardaginn 24. október. Babies hafa unnið sér talsverða hylli sem eins konar ballhljómsveit tónlistargrúskarans. Spilagleðin er smitandi og lagavalið fer um víðan völl en þó með sterkri áherslu á diskó og fönk frá 8. og 9. áratugnum. Dansinn byrjar að duna 23:30 og það er fríkeypis inn. Tónleikahaldarar vilja svo koma á framfæri leiðbeinandi skilaboðum um hegðun á viðburðinum:
Leyfilegt er að leita sér að framtíðarmaka á svæðinu og ölvun skal vera viðingarlega virt sem og óspillt. Slagsmál skulu alls ekki vera stunduð og virðing við náungann í hávegum höfð. Klæðaburður er undir hverjum og einum komið en heitt mun vera á svæðinu svo munið eftir handhægum viftum eða þá vel andandi flíkum.