Fimmtudagur 24. júlí
Boogie Trouble og Soffía Björg leiða saman bassaleikara sinn á tónleikum næstkomandi fimmtudag á Gauknum. Um er að ræða fyrstu opinberu tónleika Boogie Trouble á höfuðborgarsvæðinu síðan á síðustu Airwaves hátíð. Frítt er inn fyrir mannverur sem bera nafnið Steinunn en aðrir þurfa að reiða fram þúsundkall fyrir aðgang að gleðinni. Hurðin opnar klukkan 21:00 og tónleikarnir hefjast klukkutíma síðar.
Dúettinn Dreprún, Helgi Valur og Katastrofa koma fram á Dillon en þau eiga það öll sameiginlegt að fást að einhverju leiti við hip hop tónlist. Ballið byrjar 21:00 og það er fríkeypis inn.
Reggíbandið Ribbaldarnir munu leika hljómlist fyrir gesti Loft Hostel klukkan 21:00 og það kostar ekki neitt að berja þá augum.
Tilraunasöngkonan Bonnie Lander frá Fíladelfíu og flautuleikarinn Berglind Tómasdóttir koma fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00.
Hljómsveitin Artic Roots kemur fram á Húrra en tónleikar þeirra byrja 22:00 og aðgangur er ókeypis.
Föstudagur 25. júlí
MC Bjór & Bland, Reykjavíkurdætur og Caterpillarmen munu koma fram á Húrra en þar verður einnig frumsýnt myndbandi við nýjasta lag MC Bjórs, Hrísgrjón. Gleðin hefst klukkan 21:00 og aðgangseyrir er enginn.
Metalsveitirnar Wistaria og Trust the Lies spila á Gauknum og hefja leik 22:00.
Hljómsveitin Börn heldur upp á útgáfu nýrrar LP plötu með tónleikum á Dillon ásamt hljómsveitinni Kvöl. Börn er drungapönkhljómsveit sem reis upp úr ösku hljómsveitarinnar Tentacles of Doom en ókeypis er inn á tónleikana sem byrja klukkan 22:00.
Laugardagur 26. júlí
Söngkonan Mr. Silla kemur fram á tónleikum í Mengi en þar mun hún frumflytja ný lög í bland við eldra efni. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.