Hljómsveitin Mammút frumsýndi í dag myndband við lagið Þau svæfa, en það er fyrsta tónlistarmyndbandið sem sveitin sendir frá sér. Því er leikstýrt af Sunnevu Ásu Weisshappel og Katarínu Mogensson söngkonu Mammúts, en myndbandið er ansi ágengt og vægast sagt holdlegt. Þau Svæfa er af hinni margverðlaunuðu breiðskífu Komdu til mín svarta systir sem kom út í fyrra. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.