Straum.is heldur áfram að leiðbeina lesendum um helstu tónlistarviðburði helganna. Þessi helgi er sérstök fyrir þær sakir að á laugardeginum er menningarnótt sem er langstærsti tónleikadagur ársins.
Föstudagur 23. ágúst
Melodica hátíðin sem helguð er órafmagnaðri tónlist fer fram á Rósenberg í kvöld. Þar koma fram Lucy Hall, Bernhard Eder, Myrra Rós, Gariboff, Honig og leynisgestur sem ekki verður ljóstrað upp um hér. Dagskráin hefst klukkan 21:00.
Tónleikarnir Nýjar Víddir Orgelsins fara fram í Hallgrímskirkju. Nokkrir fremstu ungu raftónlistarmenn Íslands framkalla nýjan hljómheim m.a. með endurgerðum tölvubúnaði Klaisorgelsins. Þar verða flutt ný verk eftir Inga Garðar Erlendsson, Arnljót, Pál Ivan Frá Eiðum, Gudmund Stein Gunnarsson, Aki Asgeirsson og Jesper Pedersen. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2500 krónur.
Laugardagur 24. ágúst menningarnótt
Ef við ættum að útlista öll þau tónlistaratriði sem fara fram á þessum viðburðaríka degi yrði þessi grein á við doktorsritgerð að lengd þannig að hér á eftir fara þau tónlistaratriði sem að við mælum sérstaklega með.
Í Silfurbergsal í Hörpu koma fram Vök, Grísalappalísa og Muck, en tónleikarnir standa frá 16:00 til 18:00.
Á Loft Hostel í Bankastræti koma fram Einar Lövdahl, Solar, Helga Ragnarsdóttir, Babies og Húsband Loft Hostel, Gold Funk and Geysir. Gleðin hefst klukkan 16:00.
Í garðinum við Ingólfsstræti 21a spila Útidúr, Samaris og Helgi Valur. Þá verður einnig boðið upp á kaffi og vöfflur. Helgi Valur stígur á stokk 14:10, Samaris, 14:40 og Útidúr klukkan 15:30.
Á Kex Hostel verða tónleikar frá 18:00 til 21:00. Fram koma í þessari röð; Borko, Retro Stefson og Megas & Uxa
Í æfingarhúsnæðinu Járnbraut á Hólmaslóð 2 út á Granda verður eftirfarandi tónlistardagskrá í boði:
14:30 – Dj Flugvél og Geimskip
15:00 – ROKKMARAÞON – Hlaupið verður hring um Grandasvæðið. Leðurjakki og strigaskór skilyrði!
16:00 – Gaupan
16:30 – Kristín Ómarsdóttir les upp úr nýrri bók
17:00 – Babies
18:00 – Gunnar Gunnsteinsson
19:00 – Pétur Ben + Brautin
20:00 – Jóhann Kristinsson
21:00 – Útidúr
22:00 – Grísalappalísa
Á Kalda barnum á klapparstíg verða tónleikar og dj-ar að spila í portinu;
19:30 – DjDeLaRosa
20:45 – Sísý Ey
21:20 – Sometime DJ
22:00 – Pedro Pilatus
Festisvall er árlegur listviðburður sem að þessu sinni er haldinn í Artima gallery Skúlagötu. Ótal myndlistarmenn sýna verk sín en einnig koma fram tónlistarmennirnir Björn Halldór Helgason, Dj Alex Jean, Futuregrapher, Georg Kári Hilmarsson, Good Moon Deer, LXC [DE], Tanya & Marlon, Tonik og Urban Lumber.
Hústónlistarútgáfan Lagaffe Tales blæs til allsherjar húsveislu með rjómanum af íslenskum plötusnúðum í Hjartagarðinum frá 14:00 til 23:00.
Ísfirðingurinn Skúli Mennski flytur frumsamda tónlist við upplýsingamiðstöðina Around Iceland, Laugavegi 18b. Kjörorð Skúla eru frelsi, virðing og góð skemmtun.