Nú hefur verið staðfest að væntanleg Daft Punk plata, Random Access Memories, verði frumflutt í heild sinni þann 17. maí á landbúnaðarhátíð í smábænum Wee Waa í Ástralíu. Platan verður spiluð af playbakki í heild sinni af sérsmíðuðu sviði og einungis 4000 þúsund miðar eru í boði á hátíðina, en ókeypis aðgangur er fyrir íbúa Wee Waa sveitarfélagsins. Á hátíðinni verða einnig í boði hefðbundnari skemmtiatriði eins og hundahástökk, trúðahópur, músakapphlaup og flugeldasýning. Wee Waa er 2100 manna bær í um 8 klukkustunda fjarlægð frá Sidney og hefur verið nefndur bómullarhöfuðborg Ástralíu. Random Access Memories kemur út 21. maí en fyrir neðan má horfa á viðtöl við Giorgio Moroder og Todd Edwards um aðkomu þeirra að plötunni.