Breski grime-rapparinn Giggs, þýski plötusnúðurinn Ben Klock (sem spilar reglulega í Tekknó-musterinu Berghain í Berlín) og íslenski rapparinn GKR eru meðal nýrra listamanna sem voru tilkynntir á Sónar hátíðina sem fram fer í Hörpu 16.–18. febrúar. Þá einnig tilkynnt um breska rapparann Nadiu Rose, hina íslensku Alva Islandia, plötusnúðinn Frímann og hip hop sveitin Sturla Atlas. Þá mun Berlínski plötusnúðurinn Blawan taka höndum saman með íslenska tekknótröllinu Exos en tvíeykið mun standa fyrir tveggja tíma dagskrá í bílakjallaranum.
Þetta er í fimmta sinn sem Sónar hátíðin fer fram í Hörpu en áður hafði verið tilkynnt að stórkanónur eins og Moderat, Fatboy Slim og De La Soul myndu koma fram.