Tónleikahelgin 8.-10. desember

 

Fimmtudagur 8. desember

 

EinarIndra, Ceasetone og Milkiwhale (í þessari röð) spila á Húrra. EinarIndra stígur á stokk klukkan 21:00, Ceasetone 22:00 og Milkywhale 23:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Tónlistarkonan Kristín Lárusdóttir kemur fram í Mengi. Tónlist Kristínar er innblásin af íslenskum tónlistararfi og náttúru. Hún spilar bæði á selló, kveður og notar ýmis rafhljóð. Tónleikarnir byrja 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Föstudagur 9. desember

 

JFDR (Jófríður úr Samaris) og asdfhg spila á Húrra. Tónleikarnir byrja 21:00 og það kostar 1500 inn.

 

Kverk og Ingi Garðar Erlenduson spila í Mengi. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur. KverK er tilraunakennd raftónlist, lifandi flutningur sem byggist á hljóðvinnslu á tónum og hljóðum í rauntíma. Tom Manoury aka KverK, forritar rafeindahljóðfæri með gagnvirkni og lifandi spilamennsku í huga.

 

Laugardagur 10. desember

 

Vaginaboys og kef LAVÍK spila í Norðurljósasal Hörpu en þetta er í fyrsta sinn sem dularfulla költ-hljómsveitin kef LAVÍK koma fram á tónleikum. Tónleikarnir byrja 19:30 og miðaverð er 2900 krónur á tix.is.

 

MC Bjór og Bland, AKA Synfónían, Pungur Silungs, Stormur og Blíða og Chill witch spila á Loft Hostel. Byrjar 7 og ókeypis inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *