Tónleikahelgin 27.-28. maí

 

Föstudagur 27. Maí

 

Babies spila á Loft Hostel og spila frá 18:00 til 21:00. Ókeypis inn og sumargull í boði.

 

Sveitirnar Stroff og Brött Brekka spila á Dillon. Byrjar 22:00 og kostar þúsund krónur inn.

 

Jari Suominen og Haraldur Karlsson leika raftónlist í Mengi. Byrjar 21:00 og kostar 2000 krónur inn.

 

Djassgeggjararnir í ADHD spila í Gamla Bíói. Miðaverð er 3500 og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Laugardagur 28. Maí

 

Valdimar spila á Húrra. Miðaverð er 2500 krónur og tónleikarnir hefjast 22:00.

 

Plötusnúðurinn Omid 16b kemur fram á klúbbakvöldi Elements á Paloma. Það hefst 23:00 og stendur fram eftir nóttu og miðaverð er 1500 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *