Tónleikahelgin 31. mars – 2. apríl

Fimmtudagur 31. mars

 

Það verða styrktartónleikar á Húrra fyrir Palla, Dóra og Rós sem misstu aleiguna í brunanum á Grettisgötu fyrr í mánuðinum. Húsið opnar 20:30 og fram koma Seabear, Mamút, Singapore Sling og Serengeti. Miðverð er 2000 krónur.

 

Tónlistarmaðurinn Arnljótur kemur fram á Hlemmi Square, byrjar að spila klukkan 9 og aðgangur er ókeypis.

 

Ensku listamennirnir James Birchall og Sarah Faraday koma fram í Mengi þar sem saman renna vettvangshljóðritanir James frá Íslandi og myndskeið Söru frá þeim stöðum þar sem hljóðin voru fönguð. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir 2000 krónur.

 

Föstudagur 1. apríl

 

Auður og DJ Flugvél og Geimskip koma fram í Bryggjunni Brugghús á Grandagarði 8. Tónleikarnir hefjast upp úr 8 en einnig verður boðið upp á smakk á nýjum IPA bjór sem er samstarfsverkefni Reykjavík Grapevine og Bryggjunnar.

 

Shahzad Ismaily og Gyða Valtýsdóttir koma fram í Mengi. Tónleikar hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 2. Apríl

 

Í Mengi mun klukkan 17:00 mun hljóðinnsetning Þórönnu Björnsdóttur, Tónlist fyrir létt og þungt andrúmsloft, óma í Mengi en innsetninguna, sem er innblásin af veðurskilum á Íslandi, vann Þóranna í samstarfi við Nicolas Kunysz og Veðurstofu Íslands. Aðgangur er ókeypis.

 

Í tilefni af ársafmæli Free The Nipple byltingarinnar verður slegið upp partý og dansleik á Húrra. Fjörið hefst 20:00 en fram koma Sykur, Boogie Trouble og DJ Sunna Ben. Ókeypis inn og allir velkomnir.

 

MC Bjór og Bland, Hjalti Jón og Big Mint koma fram á Dillon. Tónleikarnir byrja á slaginu 22:30 og aðgangur er ókeypis.

 

Fyrsta undankvöld Músíktilrauna fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Miðaverð er 1500 og kvöldið hefst 19:30.

 

Blár apríl, styrktartónleikar fyrir börn með einhverfu verða haldnir í Gamla Bíói. Fram koma Valdimar, Hjálmar og Júníus Meyvatn, tónleikarnir hefjast 20:00 og aðgangseyrir er frá 3900 til 5900 eftir staðsetningu.

 

Þungarokksveitin Cephalic Carnage kemur fram á Gauknum ásamt Beneath, Severed, Hubris, Logn og Urðun. Hefst 21:00 og aðgangseyrir er 4000 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *