Little Dragon, Orbital og Kero Kero Bonito á Sónar

Í morgun var tilkynnt um fleiri listamenn sem hefur verið bætt við dagskrá Sónar hátíðarinnar í Reykjavík. Ber þar hæst sænska rafpoppsveitin Little Dragon, breska raftónlistartvíeykið Orbital og breska poppbandið Kero Kero Bonito.

Aðrir sem tilkynntir voru:

Avalon Emerson | FM Belfast | Bruce b2b Árni | Prins Póló | Caterina Barbieri LIVE AV | Auður | Benjamin Damage LIVE | dj. flugvél og geimskip | JOYFULTALK | Hildur | upsammy | Matthildur | Hekla | Alinka | Halldór Eldjárn | Lucius Works Here + Oxxlab | Áskell | Milena Glowacka | LaFontaine |

 

Hátíðin fer fram í Hörpu 25.-27. apríl 2019.

Kraumslistinn 2018 – Verðlaunaplötur

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í ellefta sinn í dag. Líkt og undanfarin ár voru sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri plötuútgáfu á árinu verðlaunaðar.

Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 21 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgja, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að verðlauna þær sex hljómplötur sem hljóta verðlaunin – og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumslistinn er 21 platna úrvalslisti verðlaunanna sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin.

Kraumsverðlaunin 2018 hljóta 

  • Auður –  Afsakanir
  • Bagdad Brothers – Jæja
  • Elli Grill – Pottþétt Elli Grill
  • GDRN – Hvað ef
  • Kælan Mikla – Nótt eftir Nótt
  • Roht – Iðnsamfélagið og framtíð þess

DÓMNEFND

Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af tólf manna dómnefnd sem skipuð er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Sandra Barilli, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.

Jólastraumur 3. desember 2018

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Tyler, The Creator, Khruangbin, Mac Demarco, Le Couleur, Daða Freyr og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977.

1) Wonderful Christmas Time – Mac DeMarco

2) Christmas Time Is Here – Khruangbin

3) Lights On (ft. Ryan Beatty, Santigold) – Tyler, The Creator

4) Merry Christmas Lil Mama – Change The Rapper

5) Le Dernier Noel – Le Couleur

6) Lonely Man Of Winter – Sufjan Stevens

7) Allir dagar eru jólin með þér – Daði Freyr

8) Christmas Will Break Your Heart – LCD Soundsystem

9) Emo Christmas ep – Wavves

10) Christmas in Antarctica (feat. Ben Gibbard) – The Minus 5

11) The Christmas Stick – Bubble & Squeak

12)  Alone On Christmas Day – Phoenix

13) Christmas In Nightmare City – Advance Base

14) The Christmas Party – The Walkmen

Straumur 26. nóvember 2018

Í Straumi í kvöld verður ný tónlist frá Lynda Dawn, Marie Davidson, Chrome Sparks, Earl Sweatshirt, Oneohtrix Point Never og mörgum öðrum listamönnum til umfjöllunar. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Move – Lynda Dawn

2) La Ecstase [ft. Lasuma II] – Marie Davidson

3) Doorman – Slowthai

4) In2 Your Love – Chrome Sparks

5)  Friend Zone (Ross From Friends remix) – Thundercat

6) Mead Lane Park – Le SuperHomard

7) Sundress – A$AP Rocky

8) The Mint (ft. Navy Blue) – Earl Sweatshirt

9) ( . )_( . ) – Bjarki

10) Last Known Image Of A Song – Oneohtrix Point Never

11) Memory Of A Cut Off Head – OCS

Straumur 19. nóvember 2018

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá Anderson .Paak og aYia auk þess sem ný tónlist frá Otha, Anemone, Pearson Sound, Karen O og mörgum öðrum listamönnum verður til umfjöllunar. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Summers – Anderson. Paak
2) Cheers – Anderson. Paak
3 I’m on Top – Otha
4) Madness To Mayhem – AMTRAC
5) New Moon – aYia
6) Risotto – aYia
7) Earwig – Pearson Sound
8) She’s The One – Anemone
9) Lux Prima – Karen O + Danger Mouse
10) Timothy – Little Dragon
11) Drifters & Trawlers – The Good, The Bad & The Queen

Straumur 12. nóvember 2018

Í Straumi í kvöld verður ný tónlist frá Mild Minds, Keep Shelly In Athens, Brynju, Kælunni Miklu, Panda Bear, FLYES og mörgum öðrum listamönnum til umfjöllunar. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Brian Eno says: quit your job – Bagdad Brothers

2) Liar – Brynja

3) Dolphin – Panda Bear

4) Swim – Mild Minds

5) Bendable – Keep Shelly In Athens

6) Skuggadans – Kælan Mikla

7) Oedo 808 – Lone

8) Who R U – Anderson .Paak

9) No Sleep – FLYES

10) Bath – Toledo

11) Nuits sans sommeil – Cléa Vincent

12) Death In Midsummer – Deerhunter

Straumur 5. nóvember 2018 – Airwaves þáttur

Í Straumi í kvöld munum við fara yfir það helsta á Iceland Airwaves í ár.  Airwaves Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Leave It In My Dreams – The Voidz

2) It Is What It Is – Blood Orange

3) Something For Your M.I.N.D. – Superorganism

4) Don’t Go Back at Ten – Girl Ray

5) Not About You – Haiku Hands

6) Jacquadi – Polo & Pan

7) Chasing Highs – Alma

8) Love Actually – Off Bloom

9) Blue Suitcase – The Orielles

10) Thinning – Snail Mail

11) Mirror Maru – Cashmere Cat

12) Because – Smerz

13) Egyptian Luvr – Rejjie Snow

14) As Fun – Naaz

15) Bite – Mavi Phoenix

16) Aurora – Jarami

17) Faithless – Benin City

18) Hungry Hippo – Tierra Whack

19) My Baby Don’t Understand Me – Natalie Prass

Nýtt lag frá Bagdad Brothers

Íslenska indie sveitin Bagdad Brothers sendi í dag frá sér nýtt lag á Spotify sem nefnist Brian Eno says: quit your job. Hljómsveitin blæs svo til frumsýningar á myndbandi við lagið á skemmtistaðnum Bravó klukkan 20:00 í kvöld. En myndbandið er eftir þær Álfrúnu Laufeyjardóttur og Arínu Völu, í samstarfi við post-dreifingu.

Straumur 29. október 2018

Í Straumi í kvöld verður ný tónlist frá Toro Y Moi, O Future, Galleriet, Bendik Giske, Robyn, Jessica Pratt og mörgum öðrum listamönnum til umfjöllunar. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Smell You – o Future 

2) Freelance – Toro Y Moi

3) Agua Congas (PROJECT PABLO REMIX) – Paula Tape

4) Surface Tension – Tomos

5)  Human Being – Robyn

6) Mute – Club Night

7) Trance – Club Night

8) Senga – Galleriet

9) Signorelli – Galleriet

10) Adjust (Lotic Remix) – Bendik Giske

11) Corfu – Beirut

12) Can’t Forget – The Lemonheads

13) Sleep It off – Leon Chang

14) This Time Around – Jessica Pratt