Straumur 11. nóvember 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Destroyer, M-band, Just Another Snake Cult, Wooden Shjips, M.I.A, Cut Copy mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 11. nóvember 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Here Comes the Night Time – Arcade Fire

2) I’m Aquarius – Metronomy

3) I Know She Does – Just Another Snake Cult

4) Never Ending Ever – M-band

5) When Girls Collide (Jónsi Ibiza Anthem remix) – mum

6) Free Your Mind – Cut Copy

7) Meet Me In A House Of Love – Cut Copy

8) Karmageddon – M.I.A.

9) Y.A.L.A. – M.I.A.

10) Ghouls – Wooden Shjips

11) These Shadows – Shjips

12) Bye Bye – Destroyer

13) Alive – Autre Ne Veut x Fennesz

14) Let It Spill – Los Campesinos!

15) I’ll Keep Coming – Low Roar

16) Hið Síðsta Lag – Gímaldin

17) Jamaica Plain – Kurt Vile & Sore Eros


Svalasta þemalag allra tíma – You’re So Cool

Flestir sem séð hafa bandarísku kvikmyndina True Romance ættu að þekkja stefið sem er út alla myndina. Stefið heitir Your So Cool eftir hið fræga þýska kvikmyndatónskáld Hanz Zimmer. Hann byggir reyndar stefið á laglínu landa síns, Carl Orfs, úr kvikmyndinni Badlands eftir Terrence Malick frá árinu 1973. Sá byggir hins vegar á laginu Gassenhauer eftir enn eldri þjóðverja, lútuleikarinn Hans Neusiedler, og er frá árinu 1536. Hér fyrir neðan má heyra allar útgáfur af stefinu.

11 Lou Reed ábreiður

 

Lewis Allan Reed kvaddi þennan heim sunnudaginn fyrir viku 71. árs að aldri. Áhrif hans á tónlistarsögu og poppkúltur síðustu aldar verða seint vanmetin. Ritstjórar þessarar síðu hafa ósjaldan  yljað sér við verk Reed í gegnum tíðina. Við minnumst þessa áhrifamikla tónlistarmanns með 11 frábærum ábreiðum af lögum hans sem sýna kannski best þau áhrif sem hann hafði á aðra listamenn á ferli sínum – Satellite’s gone up to the skies!

 

 

Morrisey -Satellite of love

Morrisey hefur aldrei farið leynt með hrifningu sína á Reed. Fyrir tveim árum breiddi hann yfir þetta einstaka lag sem kom út á  Transformer árið 1972, á tónleikum sínum á Glastonbury hátíðinni..

 

 

Cowboy Junkies – Sweet Jane

Lou Reed lagði blessun sína yfir þessa mögnuðu útgáfu kanadísku hljómsveitarinnar Cowboy Junkies af laginu Sweet Jane sem upprunalega kom út á síðustu plötu Velvet Underground, Loaded, árið 1970. Útgáfan vakti mikla athygli árið 1995 í kvikmynd Oliver Stone, Natural Born Killers, í eftirminnilegri senu.

 

David Bowie & The Riot Squat – Waiting For The Man

Útgáfu fyrstu plötu Velvet Underground var seinkað vegna dómsmáls sem snerti umslag plötunnar. David Bowie fékk eintak gefins frá umboðsmanni sínum áður en það gerðist en sá hafði fengið plötuna afhenta í ferð sinni til New York árið 1966. Bowie var svo hrifinn af því sem hann heyrði að hann gaf út lagið Waiting For The Man af plötunni með hljómsveit sinni The Riot Squat áður en Velvet höfðu náð að leysa úr lagaflækju sinni sem gerðist ári seinna.

 

Nirvana – Here She Comes Now

Velvet Underground platan White light/White heat var ein af uppáhalds plötum Kurt Cobain. Árið 1991 gaf hljómsveit hans Nirvana út sameiginlega 7 tommu með Melvins  þar sem þeir breiddu yfir Here She Comes Now af plötunni og Melvins – Venus In Furs.

 

Big Star – Femme Fatale

Hljómsveitin Big Star með Alex Chilton í broddi fylkingar tók lagið Femme Fatale á sinni fyrstu plötu Third/Sister Lovers árið 1978.

 

The Runaways – Rock ‘N Roll

Eitt af þekktari lögum stúlkna bandsins The Runaways var ábreiða þeirra af Velvet Underground laginu Rock ‘N Roll sem þær gerðu svo sannarlega að sínu.

 

The Strokes – Walk On The Wild Side

Áhrif Lou Reed á New York hljómsveitina The Strokes á þeirra fyrstu plötu Is This It? eru augljós. Það kom þvi kannski fáum á óvart þegar að hljómsveitin sýndi fyrirmynd sinni þann heiður að breiða yfir lag hans Walk On The Wild Side á tónleikum árið 2006 með afslöppuðum og skemmtilegum hætti.

 

Twin Shaddow – Perfect Day

Fljótlega eftir að fréttir þess efnis að Lou Reed væri allur tóku að berast fóru tónlistarmenn útum víða veröld að sýna honum virðingu sína með ábreiðum af lögum hans. Twin Shaddow sendi frá sér þessa drungalegu útgáfu af heróín laginu Perfect í byrjun síðustu viku.

 

The Kills – Pale Blue Eyes

Fyrir tveim árum gáfu breska tvíeykið The Kills út þessa frábæru útgáfu af laginu Pale Blue Eyes af samnefndir plötu Velvet Underground frá árinu 1969. 

 

Rainy Day – I’ll Be Your Mirror

Hljómsveitin Rainy Day var einhverskonar stjörnuband meðlima hljómsveita úr Paisley Underground senunni í Kaliforníu um miðjan 9. áratuginn. Hljómsveitin gaf út eina plötu sem var safn laga hljómsveita sem höfu haft áhrif á senuna. Þar á meðal var þessi yndislega útgáfa þeirra af laginu I’ll Be Your Mirror af fyrstu plötu Velvet.

Emiliana Torrini – Stephanie Says

Þessi magnaða útgáfa Emiliönu af Stephanie Says kom út á plötu hennar Merman frá árinu 1996. Þó hún vilji ekki mikið kannast við þessa plötu í dag (hún hefur aldrei endurútgefið hana fyrir erlendan markað) þá er þessi ábreiða nóg til að réttlæta tilveru hennar.

Óli Dóri

Útgáfutónleikar Skúla mennska í kvöld

Þann 6. október lék Skúli mennski fagra tóna fyrir góða gesti á Café Rosenberg ásamt fríðum hópi. Herlegheitin voru hljóðrituð og enda nú á fjórðu breiðskífu Skúla sem hefur hlotið hið frumlega nafn “Tónleikar á Café Rosenberg”. Það er því ekki annað við hæfi en að endurtaka leikinn og fagna plötunni með útgáfutónleikum á sjálfum Café Rosenberg í kvöld klukkan 21:00. Miðaverð inn er 2000 kr.

Ekki er hægt að útiloka það fyrirfram að óvæntar uppákomur eigi sér stað á kvöldi þessu en það telst víst að allir muni skemmta sér sem Kóngar væru.

Hér er lagið Á hvítum hesti af plötunni 

      1. 07 Á hvítum hesti

 

Undiröldubátur við Hörpu

Undiraldan er tónleikaröð Hörpu í samstarfi við 12Tóna. Á Iceland Airwaves verður metnaðarfull off-venue dagskrá í húsinu á þremur stöðum: Fyrir framan 12Tóna á jarðhæð, á Kolabrautinni á fjórðu hæð og á föstudegi og laugardegi verður sérstakur Undiröldubátur við höfnina hjá Hörpu. Anna Margrét Björnsson sem heldur utan um dagskrána ásamt Eddu Magnúsdóttur segir að báturinn tákni Kjölfar Airwaves en eins og allir vita þá komi allt alltaf í kjölfar Airwaves, bæði góðir hlutir og slæmir.  Við höfnina verður boðið upp á kakó og Grand Marnier til að hlýja tónleikagestum. Sumar hljómsveitirnar koma ekki fram á Airwaves dagskránni heldur aðeins á þessari off-venue Hörpu. Meðal þeirra sem koma framá Undiröldunni  eru Apparat Organ Quartet, Ghostigital, Singapore Sling, Oyama, Grísalappalísa, Muck, Mr.Silla og Hudson Wayne.  Aðgangur er ókeypis.

Fimmtudagur

kolabrautin
14.00-14.30 M-BAND
14.45-15.15 FURA
15.30-16.00 GOOD MOON DEER
16.15-16.45 GHOSTIGITAL

12 tónar Harpa
17.00-17.30 CAPTAIN FUFANU
17.45-18.15 OMHOUSE (CA)
18.25-18.55 MOON KING (CA)
19.10-19.40 OYAMA

Föstudagur

kolabrautin
14.00-14.30 PALL IVAN
14.45-15.15 MUCK
15.30-16.00 PINK STREET BOYS
16.15-16.45 DREAM CENTRAL STATION

12 tónar Harpa
17.00-17.30 ELECTRIC EYE (NO)
17.45-18.15 APPARAT ORGAN QUARTET
18.30-19.00 SINGAPORE SLING

Undiröldubátur

16.30-17.00 JARA
17.15-17.45 ÞÓRANNA BJÖRNSDÓTTIR / TROUBLE
18.00-18.30 TBA special surprise

Laugardagur

12 tónar Harpa
12.30-13.00 GRÍSALAPPALÍSA
13.15-13.45 AMFJ
14.00-14.30 SHINY DARKLY (DK)
14.45-15.15 CARMEN VILLAIN (NO)
15.30-16.00 OLÉNA (FR)
16.15-16.45 DIANA (CA)

Undiröldubátur
16.30-17.00 FOR A MINOR REFLECTION
17.15-17.45 HUDSON WAYNE
18.00-18.30 MR.SILLA (solo set)

 

Airwaves viðtal: Yo La Tengo

 

Hin goðsagnakennda indie hljómsveit Yo La Tengo frá Hoboken í New Jersey í Bandaríkjunum spilar í Silfurberg Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni klukkan 23:30 í kvöld. Við heyrðum í bassaleikara sveitarinnar James McNew og spurðum hann m.a. út í sögu sveitarinnar og tónleikar þeirra hér á landi.

 

 

 

Airwaves viðtal: Zola Jesus

Bandaríska söngkonan Nika Roza Danilova sem er best þekkt undir listamannsnafninu Zola Jesus er aðeins 24 ára gömul en hefur samt sem áður sent frá sér heilmikið af gæða efni frá því hún hóf sinn feril. Nika kemur fram í Gamla Bíó á Iceland Airwaves hátíðinni klukkan 1:00 næsta laugardag. Við tókum hana í stutt spjall á dögunum.

 

 

 

 

Airwaves yfirheyrslan – Sindri Eldon

Sindri Eldon hefur reynslu af Iceland Airwaves bæði sem blaðamaður fyrir Reykjavík Grapevine og sem tónlistarmaður með hljómsveitunum Dáðadrengjum, Dynamo Fog og Sindra Eldon & The Ways. Við spjölluðum við Sindra um hátíðina.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Að spila með Dáðadrengjum á Airwaves 2003. Ég svona semi vissi hvaða hátíð þetta var fyrir það, en vissi ekkert að þetta væri eitthvað mikið mál. Ég var sautján ára og nýbyrjaður að drekka (ég blómstraði seint), og svo allt í einu var ég á NASA að opna fyrir Quarashi fyrir framan fullan sal af útlendingum. Það var ýkt kúl, eins og maður sagði gjarnan 2003.

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

Uuu, 2003, 2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012 og svo núna 2013, með ýmsum hljómsveitum, þannig að þær verða tíu allt í allt.

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Ekkert stendur upp úr í fljótu bragði.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur?

Sindri Eldon & the Ways í fyrra. Við vorum með svo geðveikt slot, maður! Hálftvö á laugardagsnótt, Amsterdam smekkfullt af blindfullu fólki í góðum fílíng, við í geðveiku formi, tókum klukkutímasett eins og einhvers konar goð meðal manna. Nei djók. Eða þú veist samt ekki djók, við vorum ógeðslega góðir.

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin? 

Veitekki… hún var fyrst bara einhver svona vonlaus íslendinga-ófagmennska þar sem við vorum reddandi öllu með því að plögga dóti með lánum og loforðum. Svo varð þetta að einhverju svona kúl thing, þökk sé Sjálfstæðisflokknum og Dóra Ásgríms. Matadorpeningarnir flæddu óheflaðir um æðar efnahagsins, og stóru nöfnin byrjuðu að mæta. Síðan pompaði náttúrulega botninn undan öllu því hérna um árið, og hátíðin var mjög lágstemmd í nokkur ár, bara íslensk númer og einhverjir desperate útlendingar. Síðan þá er Airwaves búin að skríða aftur inn í ágætis sess, sem eitthvað svona fyrir-hruns-revival-fyrirbæri, aðallega þökk sé kvikmyndaiðnaðnum, og stóru nöfnin byrjuð að mæta aftur. The sky’s the limit!

 

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Finnst þeir allir alveg ýkt lélegir á heimsmælikvarða. Allir bestu staðirnir eru off-venue. Fuck the system!

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Úff, ég veit ekki… það eru alltaf einhverjir typpatrúðar ráfandi um röflandi um hvað Ghostigital eða Bloodgroup eða Reykjavík! eða einhverjir hafi verið svo geðveikir, maður er löngu hættur að taka mark á þessu.

 

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Hvort sem þú talar ensku eða íslensku við salinn, ekki útskýra af hverju þú ert að tala íslensku/ensku. Öllum er sama, fíflið þitt. Ekki biðja fólk um að koma nær sviðinu, ekki láta fólk klappa í takt, ekki segja okkur um hvað lögin eru, ekki reyna að vera fyndinn, ekki reyna að púlla íslenskan aulahúmor á útlendingana, ekki tala um hversu fullur/þunnur þú ert… bara ekki fokking vera óþolandi fáviti talandi um ömurlegt kjaftæði. Mér er alveg sama hversu lengi ég beið í röð eftir að sjá bandið þitt, ef ég heyri þig segja sögu af því hvernig lagið þitt var samið meðan bassaleikarinn var með flensu eða eitthvað svoleiðis, ég fokking grýti þig með glerflösku. Haltu fokking kjafti.

 

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Neinei, finnst bara best að ráfa milli venuea að sjá hvað fólk hefur upp á að bjóða.

 

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Hún er mjög gott showcase fyrir það besta sem íslensk tónlist hefur upp á að bjóða. Öll böndin gera sitt besta til að vera kúl fyrir útlendingana, og það er bara rokk.

 

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir? 

Engin.

 

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

U, ég held við höfum verið með tíu gigg allt í allt 2011, og við þurftum að afbóka eitt þeirra. Síðan þá höfum við farið aðeins varlegara í að bóka off-venue gig.

 

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

Ekki gott að segja… þær hafa verið mjög hressar margar hverjar.

 

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Yo La Tengo. Ég hef séð Kraftwerk tvisvar, og þetta er bara ljósashow með góðri tónlist. Ég veit ekki hversu lífleg YLT eru, en þau hljóta að vera meiri spennandi að horfa á en Kraftwerk.

 

 

Listasafnið eða Harpa?

Fokking hvorugt. Sportbarinn í Ármúla.

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Sindri Eldon & the Ways! www.facebook.com/events/1392415404323527

 

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

Rokk í smettið!