Strokes söngvarinn Julian Casablancas kemur fram í nýju myndbandi Daft Punk við lagið Instant Crush sem hann söng með þeim á plötunni Random Access Memories sem kom út fyrr á þessu ári. Casablancas birtist áhorfendum bæði í brúðulíki og holdi klæddur.
Author: olidori
Úrvalslisti Kraums 2013 tilkynntur
Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 20 plötur á Úrvalslista Kraums en þann 18. desember næstkomandi verður tilkynnt hvaða 6 plötur af þessum tuttugu koma til með að skipa Kraumslistann 2013. Öldungaráðið vann mikið og gott starf en yfir 170 nýjar íslenskar útgáfur voru teknar fyrir. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
Framkvæmd Kraumslistans 2013 er með þeim hætti að níu manna dómnefnd útnefnir 20 plötur á Úrvalslista Kraums en við honum tekur svo 20 manna dómnefnd og velur bestu plöturnar þannig að eftir standa 5 til 6 verðlaunaplötur.
Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð fólki sem hefur mikla reynslu af því að hlusta á og fjalla um íslenska tónlist á ýmsum sviðum. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.
Í Öldungaráði sem vann að forvalinu áttu sæti ásamt Árna Matthíassyni:
Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson (Óli Dóri), Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir.
Úrvalslisti Kraums 2013 – Listinn er birtur í stafrófsröð
· Benni Hemm Hemm – Eliminate Evil, Revive Good Times
· Cell7 – Cellf
· Daníel Bjarnason – Over Light Earth
· Dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum
· Futuregrapher, Gallery Six & Veronique – Crystal Lagoon (EP)
· Grísalappalísa – Ali
· Gunnar Andreas Kristinsson – Patterns
· Jóhann Kristinsson – Headphones
· Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me
· Lay Low – Talking About The Weather
· Mammút – Komdu til mín svarta systir
· Múm – Smilewound
· Per:Segulsvið – Tónlist fyrir Hana
· Ruxpin – This Time We Go Together
· Samúel J. Samúelsson Big Band – 4 hliðar
· Sin Fang – Flowers
· Strigaskór nr. 42 – Armadillo
· Tilbury – Northern Comfort
· Úlfur – White Mountain
· Þórir Georg – Ælulykt
5. desember: Blue Christmas – First Aid Kit
Fyrir jólin 2008 gáfu sænsku systurnar í First Aid Kit út fallega ábreiðu af jólalaginu Blue Christmas sem fyrst var sungið af sveitasöngvarnum Doye O’Dell árið 1948 og er þekktast í flutningi Elvis Presley frá árinu 1957. Hlustið á flutning First Aid Kit hér fyrir neðan.
MP3
Kiasmos með nýtt lag
Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen úr hljómsveitinni Bloodgroup skipa rafdúóið Kiasmos sem sendi frá sér lagið Looped fyrr í dag. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út á næsta ári.
mynd: Björk Hrafnsdóttir
Giorgio Moroder remixar Haim
Hinn goðsagnakenndi upptökustjóri Giorgio Moroder endurhljóðblandaði á dögunum lagið Forever með systrabandinu Haim. Hlustið hér fyrir neðan.
Nýtt frá The War On Drugs
Philadelphia sveitin The War On Drugs sendi í dag frá sér lagið Red Eyes sem er fyrsta nýja efnið frá bandinu í rúm tvö ár. Árið 2011 kom platan The Slave Ambient út en hún var á lista Straums yfir bestu plöturnar það árið. Þessi fyrrum sveit Kurt Vile sendir frá sér plötuna Lost In The Dream á næsta ári.
Tónleikahelgin 28/11 – 1/12
Fimmtudagur 28. nóvember
Pink Street Boys, Kælan Mikla og Þórir Georg koma fram á ókeypis tónleikum á Dillon klukkan 22:00.
Hljómsveitin Tilbury fagnar útgáfu plötunnar Northern Comfort með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Snorri Helgason og hljómsveit hans sjá um upphitun og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 en miðaverð er 2500 kr.
Tónlistarmaðurinn Loji með tónleika á Kex Hostel sem hefjast klukkan 20:30.
Hljómsveitirnar Grísalappalísa og Logn koma fram á Harlem. Miðaverð er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.
Föstudagur 29. nóvember
Marcos Cabral, annar helmingur dúósins Runaway mun þeyta skífum á Harlem Bar um upphitun sjá Fknhndsm og Steindor Jonsson
Laugardagur 30. nóvember
Hljómsveitin Sudden Weather Change mun spila í hinsta sinn og fagna lífi sínu, starfi og tímum á Gamla Gauk. Markús & The Diversion Sessions sér um upphitun og það kostar 1000 kr inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni klukkan 19:45.
Sunnudagur 1. desember
Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína í Silfurbergi, Hörpu kl. 17. Einsöngvari verður hinn dularfulli og ástæli Bogomil Font en stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson. Flutt verður öll tónlistin af hinum vinsæla geisladiski Majonesjól sem kom út 2006 auk nokkurra annarra skemmtilegra jólalaga.
Aukatónleikar með Mark Lanegan í Fríkirkjunni sem hefjast klukkan 19:45.
Síðustu Tónleikar SUDDEN WEATHER CHANGE
Laugardaginn 30. Nóvember mun hljómsveitin Sudden Weather Change halda sína síðustu tónleika. Hljómsveitin hefur verið starfandi frá 2006 og á sjö ára ferli hafa þeir gefið út 6 plötur.
Árið 2010 voru Sudden Weather Change valdir bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum, þekktir fyrir líflega og kröftuga sviðsframkomu
Aðdáendur Sudden Weather Change mega því búast við miklu því sveitin lofar að taka öll sín þekktustu lög.
Tónleikarnir verða á Gamla Gauk og opnar húsið kl 22.00
Markús & The Diversion Sessions sér um upphitun. Þúsund krónur aðgangseyrir og diskar á tilboði.
Straumur 25. nóvember 2013
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá jamie XX, Diplo, Evian Christ, Disclosure og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!
Straumur 25. nóvember 2013 by Straumur on Mixcloud
1) El Rito – Destroyer
2) With Me – Cashmere Cat
3) Drop The Game – Flume & Chet Faker
4) What About Us – Flume & Chet Faker
5) No Eyes ft. Jaw (Gamper & Dadoni remix) – Claptone
6) Untitled – Jamie xx
7) Salt Carousel – Evian Christ
8) Voices (Wookie remix) – Disclosure
9) Will Calls (Diplo remix) – Grizzly Bear
10) Timeaway (Darkstar remix) – Darkstar
11) Better in the Dark (Tiger & Woods remix) – Say Lou Lou
12) Come Save Me (Andrew Weatherall remix) – Jagwar Ma
13) The Way (Blood Orange mix) – Friends
14) Never Run Away (String Synth) – Kurt Vile
Hliðarverkefni Caribou á Harlem Bar
Kanadíska rafsveitin Pick a Piper mun leika fyrir dansi á skemmtistaðnum Harlem Bar laugardagskvöldið 23. nóvember. Tónleikarnir hefjast á miðnætti og íslenska rafsveitin Tonik mun einnig koma fram. Eftir tónleikana mun aðalsprauta Pick a Piper, trommuleikarinn og plötusnúðurinn Brad Weber, þeyta skífum fram undir morgun.
Pick a Piper er hliðarverkefni liðsmanna hljómsveitarinnar Caribou, sem tryllti landsmenn með eftirminnilegum tónleikum á Nasa um árið. Hljómsveitin gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, samnefnda sveitinni, hjá úgáfufélaginu City Slang, en þeir gefa meðal annars út plötur Arcade Fire, Tindersticks og Caribou. Tónleikar Pick a Piper á Harlem marka upphaf tónleikaferðar þeirra um Evrópu og eru í raun fyrstu tónleikar þeirra utan Kanada.