Jólastraumur 2. desember 2013

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Sufjan Stevens, Fucked Up, The Walkmen, The Magnetic Fields og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Jólastraumur 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Sleigh Ride – The Ventures
2) The Man In The Santa Suit – Fountains Of Wayne
3) Never Gonna Be Alone On Christmas – Work Drugs
4) The Last Christmas – Brainpool
5) Do They Know It’s Christmas? [ft. Andrew W.K., Ezra Koenig, David Cross, et al.] – Fucked Up
6) Wish You A Merry Christmas – Jacob Miller
7) Yo La La – Amaba Dama
8) Silent Night (give us a peace) – Teen Daze
9) Little Drummerboy – Lindstrøm
10) Christmas In Harlem – Kanye West
11) Just Like Christmas – Low
12) Sleig Ride – She & Him
13) Kindle A Flame In Her Heart – Los Campesinos!
14) Everything Is One Big Christmas Tree – The Magnetic Fields
15) O Holy Night – Mark Lanegan
16) Put The Lights On The Tree – Sufjan Stevens
17) Kiss Me Quickly (it’s Christmas) – PINS
18) Christmas (Baby Please Come Home) – The Raveonettes
19) Christmas Party – The Walkmen

Tónleikahelgin 28/11 – 1/12

Fimmtudagur 28. nóvember

Pink Street Boys, Kælan Mikla og Þórir Georg koma fram á ókeypis tónleikum á Dillon klukkan 22:00. 

Hljómsveitin Tilbury fagnar útgáfu plötunnar Northern Comfort með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Snorri Helgason og hljómsveit hans sjá um upphitun og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 en miðaverð er 2500 kr.

Tónlistarmaðurinn Loji með tónleika á Kex Hostel sem hefjast klukkan 20:30. 

Hljómsveitirnar Grísalappalísa og Logn koma fram á Harlem. Miðaverð er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

Föstudagur 29. nóvember 

Marcos Cabral, annar helmingur dúósins Runaway mun þeyta skífum á Harlem Bar um upphitun sjá Fknhndsm og Steindor Jonsson

 

Laugardagur 30. nóvember 

Hljómsveitin Sudden Weather Change mun spila í hinsta sinn og fagna lífi sínu, starfi og tímum á Gamla Gauk. Markús & The Diversion Sessions sér um upphitun og það kostar 1000 kr inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00. 

Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni klukkan 19:45. 

 

Sunnudagur 1. desember

Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína í Silfurbergi, Hörpu kl. 17. Einsöngvari verður hinn dularfulli og ástæli Bogomil Font en stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson. Flutt verður öll tónlistin af hinum vinsæla geisladiski Majonesjól sem kom út 2006 auk nokkurra annarra skemmtilegra jólalaga.

 

Aukatónleikar með Mark Lanegan í Fríkirkjunni sem hefjast klukkan 19:45.  

300 ára selló fylgir Lanegan

 

Evróputónleikaferð hins goðsagnakennda Mark Lanegan og gesta hans hófst í Vínarborg í Austurríki um síðustu helgi en eins og kunnugt er endar tónleikaferðin hér á landi með tvennum tónleikum í Fríkirkjunni dagana 30.nóvember og 1.desember nk. Tónleikaferðin fylgir eftir ábreiðuplötunni Imitations sem út kom þann 17.september sl.

Auk Mark Lanegan mun hinn breski Duke Garwood, sem sendi frá sér plötuna Black Pudding fyrr á árinu ásamt Lanegan koma fram en einnig mun belgíski tónlistarmaðurinn Lyenn leika listir sínar.

Von er á enn fleiri gestum í Fríkirkjuna en það eru Hollendingarnir Sietse Van Gorkom sem leikur á fiðlu og Jonas Pap sem leikur á yfir 300 ára gamalt selló. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir báðir verið iðnir við sígilda tónlist og popp/rokk tónlist í Evrópu um árabil. Bandaríski gítarleikarinn Jeff Fielder frá Seattle bindur þetta svo allt vel saman.

Miðar á fyrri tónleikana eru uppseldir en enn eru til miðar á aukatónleikana 1.desember nk. Miðasala fer fram á midi.is Hér er vægast sagt um að ræða eina risastóra og safaríka veislu á heimsmælikvarða í Fríkirkjunni í Reykjavík.