Major Lazer senda frá sér nýtt lag ásamt Pharrell

Hið magnaða verkefni Diplo Major Lazer, sem verður á Sónar hér á landi í næsta mánuði sendir frá sér ep plötuna Apocalypse Soon á næstunni. Lazerinn gaf í dag út fyrsta lagið af plötunni, hið stórgóða Aerosol Can þar sem tónlistarmaðurinn Pharrell Williams leikur stórt hlutverk. Pharrell rappar í laginu yfir minimalískan takt Diplo og útkoman er ansi skemmtileg.

Straumur 25. nóvember 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá jamie XX, Diplo, Evian Christ, Disclosure og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!

Straumur 25. nóvember 2013 by Straumur on Mixcloud

1) El Rito – Destroyer
2) With Me – Cashmere Cat
3) Drop The Game – Flume & Chet Faker
4) What About Us – Flume & Chet Faker
5) No Eyes ft. Jaw (Gamper & Dadoni remix) – Claptone
6) Untitled – Jamie xx
7) Salt Carousel – Evian Christ
8) Voices (Wookie remix) – Disclosure
9) Will Calls (Diplo remix) – Grizzly Bear
10) Timeaway (Darkstar remix) – Darkstar
11) Better in the Dark (Tiger & Woods remix) – Say Lou Lou
12) Come Save Me (Andrew Weatherall remix) – Jagwar Ma
13) The Way (Blood Orange mix) – Friends
14) Never Run Away (String Synth) – Kurt Vile

Trentemøller og Diplo á Sónar

Rétt í þessu var tilkynnt að danska raftónlistarmanninum Trentemøller og hinum bandaríska Diplo hafi verið bætt við dagskrá Sónar hátíðarinnar sem fram fer í febrúar. Trentemøller er sannkallaður íslandsvinur en hann kom fram á hátíðinni í fyrra sem plötusnúður og lék fyrir pakkfullum Norðurljósasal. Í þetta skipti kemur hann hins vegar fram með live hljómsveit en hann sendi frá sér fyrr á árinu hina frábæru breiðskífu Lost. Diplo er forsprakki Major Lazer hópsins sem er eitt aðalnúmer hátíðarinnar í ár en hann mun einnig koma fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpunnar.

Þá hefur í íslensku deildinni verið bætt við FM Belfast, Tonik, Cell 7 og Gluteus Maximus auk þess sem Högni Egilsson úr Hjaltalín og Gus Gus mun heimsfrumflytja sóló verkefni sitt, HE. Aðrir flytjendur á hátíðinni eru meðal annars Bonobo, James Holden, Paul Kalkenbrenner og Jon Hopkins sem gaf út eina bestu plötu ársins, Immunity, og stóð sig feikna vel á nýyfirstaðinni Airwaves hátíð. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi en hægt er að kaupa miða hér og skoða dagskrána hér. Enn á eftir að tilkynna um fleiri listamenn sem koma munu fram. Hlustið á tóndæmi hér fyrir neðan.


Dirty Projectors með Usher ábreiðu

Íslandsvinirnir í Dirty Projectors voru gestir í hljóðveri útvarpsstöðvarinnar Triple J í Ástralíu á dögunum og fluttu þar lagið Climax sem Usher gerði frægt á síðasta ári. Lagið var samið af Diplo sem Amber Coffman úr hljómsveitinni vann með á síðasta ári í laginu Get Free með Major Lazer. Horfið á Dirty Projectors flytja lagið hér fyrir neðan.

Myndband frá Major Lazer

Major Lazer sem gefa út plötuna Free The Universe þann 6. nóvember sendu í dag frá sér myndband við lagið Get Free, sem var sumarlag Straums þetta árið. Í myndbandinu sést fólk dansa og skemmta sér og koma bæði Diplo og söngkonan Amber Coffman sem syngur í laginu fram í því. Horfið á það hér fyrir neðan.