25.1.2013 17:26

Dirty Projectors með Usher ábreiðu

Íslandsvinirnir í Dirty Projectors voru gestir í hljóðveri útvarpsstöðvarinnar Triple J í Ástralíu á dögunum og fluttu þar lagið Climax sem Usher gerði frægt á síðasta ári. Lagið var samið af Diplo sem Amber Coffman úr hljómsveitinni vann með á síðasta ári í laginu Get Free með Major Lazer. Horfið á Dirty Projectors flytja lagið hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012