Hliðarverkefni Caribou á Harlem Bar

Kanadíska rafsveitin Pick a Piper mun leika fyrir dansi á skemmtistaðnum Harlem Bar laugardagskvöldið 23. nóvember. Tónleikarnir hefjast á miðnætti og íslenska rafsveitin Tonik mun einnig koma fram. Eftir tónleikana mun aðalsprauta Pick a Piper, trommuleikarinn og plötusnúðurinn Brad Weber, þeyta skífum fram undir morgun.

Pick a Piper  er hliðarverkefni liðsmanna hljómsveitarinnar Caribou, sem tryllti landsmenn með eftirminnilegum tónleikum á Nasa um árið. Hljómsveitin gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, samnefnda sveitinni, hjá úgáfufélaginu City Slang, en þeir gefa meðal annars út plötur Arcade Fire, Tindersticks og Caribou. Tónleikar Pick a Piper á Harlem marka upphaf tónleikaferðar þeirra um Evrópu og eru í raun fyrstu tónleikar þeirra utan Kanada.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *