Hljómsveitin The Strokes sendi frá sér lagið One Way Trigger rétt í þessu. Lagið er fyrsta nýja efnið með bandinu í tvö ár. Hlustið á það hér fyrir neðan. Fyrir tæpum tveim vikum síðan sendi útvarpsstöðin 1077 The End í Seattle frá sér tilkynningu um að hún væri með undir höndum tvö ný lög með hljómsveitinni. Annað lagið heitir All the Time og er fyrsta smáskífan af væntanlegri fimmtu plötu sveitarinnar sem kemur út á þessu ári. Hitt hefur líklega verið One Way Trigger sem er syntha drifið og ólíkt flestu sem The Strokes hafa sent frá sér.
Author: olidori
Dirty Projectors með Usher ábreiðu
Íslandsvinirnir í Dirty Projectors voru gestir í hljóðveri útvarpsstöðvarinnar Triple J í Ástralíu á dögunum og fluttu þar lagið Climax sem Usher gerði frægt á síðasta ári. Lagið var samið af Diplo sem Amber Coffman úr hljómsveitinni vann með á síðasta ári í laginu Get Free með Major Lazer. Horfið á Dirty Projectors flytja lagið hér fyrir neðan.
Daniel Johnston til Íslands
Hinn goðsagnakenndi tónlistarmaður Daniel Johnston frá Texas í Bandaríkjunum mun spila á tónleikum í Fríkirkjunni þann 3. júní næstkomandi. Johnston vakti fyrst athygli á níunda áratugnum fyrir heimagerðar upptökur sínar og kom meðal annars fram í þættinum Cutting Edge á MTV árið 1985. Það var svo snemma á tíunda áratugnum að frægðarsól Johnston hóf að rísa þegar að Kurt Cobain og fleiri vinsælir tónlistarmenn á þeim tíma hófu að mæla með honum. Árið 2006 var heimildarmyndin The Devil and Daniel Johnston frumsýnd en hún fjallar um baráttu Johnston við geðhvarfasýki og geðklofa auk þess sem farið er yfir feril hans í myndinni. Tónleikarnir er haldnir til minningar um tónlistarmennina Biogen og Sigga Ármanns sem báðir glímdu við geðræn vandamál.
Nýtt Knife lag
Sænska elektró hljómsveitin The Knife gefur út lagið Full Of Fire í næstu viku. Lagið er níu mínútur og fyrsta lagið af væntanlegri plötu sveitarinnar Shaking the Habitual sem kemur út þann 8. apríl. Platan er sú fyrsta frá The Knife í sjö ár. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Ný Vampire Weekend plata í maí
Afrobeat hljómsveitin Vampire Weekend frá New York hefur nú tilkynnt um útgáfu sinnar þriðju plötu sem kemur út 6. maí. Platan fylgir á eftir plötunni Contra frá árinu 2010. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á hljómsveitina spila lagið Unbelievers sem verður á plötunni í þætti Jimmy Kimmel frá því á Hrekkjavökunni.
UPPFÆRT 23/01/2013
Upptaka af Vampire Weekend flytja lagið Arms í Metro Theatre í Sydney, lagið verður líklega á þriðju plötu sveitarinnar.
Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Airwaves
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 12 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Gold Panda, Goat, Omar Souleyman, Fatima Al Qadiri, Anna Von Hausswolf og No Joy. Hátíðin tilkynnti einnig um sex íslenska listamenn; Hjaltalín, Pascal Pinon, Valdimar, Tilbury, Ojba Rasta og Momentum. Hægt er að nálgast upplýsingar um þessa listamenn á heimasíðu Iceland Airwaves.
Jai Paul, Big Boy og Little Dragon
Platan Vicious Lies and Dangeruous Rumors með rapparnum Big Boy kom út snemma í desember. Á viðhafnarútgáfu af plötunni er að finna lagið Higher Res þar sem fram koma ásamt Big Boi þau Jai Paul og Yukimi Nagano úr Little Dragon. Af listamönnunum þremur er Jai Paul mest áberandi í laginu og hljómar það ekki ólíkt og fyrri lög hans sem aðeins eru tvö; BTSTU og Jasmine.
Straumur 21. janúar 2013
Í Straumi í kvöld skoðum nýtt efni með Youth Lagoon, Oyama, Ra Ra Riot, Blue Hawaii, Ben Zel, Mozart’s Sister og mörgum öðrum! Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.
1. hluti:
2. hluti:
3. hluti:
1) Shuggie – Foxygen
2) Dropla – Youth Lagoon
3) Everything Some Of The Time – Oyama
4) White Noise (ft. AlunaGeorge) – Disclosure
5) Try To Be – Blue Hawaii
6) Mozart’s Sister – Mozart’s Sister
7) Fallin Love (Cashmere Cat remix) – BenZel
8) Eunoia – And So I Watch You From Afar
9) Big Thinks Do Remarkable – And So I Watch You From Afar
10) Miracle Mile – Cold War Kids
11) So Good at Being In Trouble – Unknown Mortal Orchestra
12) Secret Xitians – Unknown Mortal Orchestra
13) Stay I’m Changed – FaltyDL
14) Angel Please – Ra Ra Riot
15) Hey Tonight – Free Energy
16) Well You Better – Yo La Tengo
Disclosure og AlunaGeorge sameinast
Bresku dúóin Disclosure og AlunaGeorge sem bæði hafa vakið athygli fyrir framúrstefnulega raftónlist að undanförnu sameinast í laginu White Noise sem er nýjasta smáskífa Disclosure. Lagið er auðveldlega með því besta sem greinarhöfundur hefur heyrt á þessu ári.
Kraftaverk frá Cold War Kids
Bandaríska rokkhljómsveitin Cold War Kids gaf í dag út nýja smáskífu sem nefnist Miracle Mile og er sú fyrsta af væntanlegri plötu sveitarinnar Dear Miss Lovelyhearts sem kemur út seinna á þessu ári. Óhætt er að fullyrða að Miracle Mile sé það besta sem komið hefur frá Cold War Kids í háa herrans tíð.