Nýtt frá She & Him

Dúettinn She & Him með leikonuna Zooey Deschanel og M. Ward innanborðs sendi í dag frá sér fyrstu smáskífuna af  sinni þriðju plötu Volume 3 sem kemur út  3. maí næstkomandi. Lagið heitir Never Wanted Your Love og hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan. Fyrsta plata þeirra Volume 1 kom út 2008 og Volume fylgdi í kjölfarið árið 2010.