Nú rétt í þessu var tilkynnt um að norski geimdiskó-gúrúinn Lindstrøm spili á næstu Sónar hátíð í Reykjavík en hún verður haldin í Hörpu 16-17. mars á næsta ári. Lindstrøm sem heitir fullur nafni Hans-Peter Lindstrøm gaf út plötuna It’s Alright Between Us as It Is fyrr á þessu ári.
Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í tíunda sinn í dag. Líkt og undanfarin ár voru sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri plötuútgáfu á árinu verðlaunaðar.
Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 25 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgja, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.
Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að verðlauna þær sex hljómplötur sem hljóta verðlaunin – og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumslistinn er 25 platna úrvalslisti verðlaunanna sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin.
Kraumsverðlaunin 2017 hljóta
Sólveig Mathildur – Unexplained miseries
Cyber – Horror
Sigrún Jónsdóttir – Smitari
GlerAkur – The Mountains Are Beautiful Now
JFDR – Brazil
Hafdís Bjarnadóttir – Já
DÓMNEFND
Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af fjórtán manna dómnefnd sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum, á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (IMX) og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Berglind Sunna Stefánsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Tanya Pollock, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.
Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Dram, Okkervil River, The National, Albert Hammond Jr., Rostam og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977.
1#1HappyHolidayby DRAM
2Silver Bells (ft. Big Baby Mom)by DRAM
3Bad Day (ft. Freddie Gibbs)by The Avalanches
4Break Up Holidayby Dude York
5Christmas On Earthby Marching Church
6The Little Boy That Santa Claus Forgotby Albert Hammond Jr.
7What Friends Doby Okkervil River
8Christmas Magicby The National
9Blue Christmasby Kevin Morby
10Merry Christmas Lil Mamaby Chance The Rapper
11All I Want For Christmas (ft. Kodak Black)by DeJ Loaf
12Have Yourself A Merry Little Christamsby Phoebe Bridgers
Í dag föstudaginn 1. desember er tilkynnt um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna i ár með birtingu Kraumslistans 2017.
Þetta er í tíunda sinn sem Kraumur birtir Kraumslistann yfir þær íslensku hljómplöturnar sem þykja að mati dómnefndar skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika.
Kraumslistinn 2017 iðar af fjölbreytni. Hip hop og rapptónlist er vissulega áberandi (Alvia islandia, Elli Grill & Dr. Phil, Joey Christ) en litrófið spannar hinar ýmsu tónlistarstefnur og strauma, má þar nefna jazz, popp, teknó og öfgarokk. Enda Kraumsverðlaunin ekki bundinn ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.
Einnig vekur athygli að breiðskífa meistara Biogen er á Krumslistanum í ár. Platan kom út á alþjóðavettvangi í sumar og inniheldur óutgefið efni frá tónlistarmanninum Sigurbirni Þorgrímssyni sem lést árið 2011, en íslenskir sem erlendir listamenn halda afram að sækja innblástu í framsæknar hugmyndir hans í tónlist.
Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstarfsemi varðar, enda fór dómnefndin í gegnum 374 útgáfur í vinnu sinni. Hún mun nú velja 6 breiðskífur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2017.
Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðasjóðs, verða afhent venju samkvæmt síðar desember yfir þær plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Verður þetta í tíunda sinn sem verðlaunin verða afhent. Alls hafa 45 hljómsveitir og listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008.
KRAUMSLISTINN 2017 – ÚRVALSLISTI KRAUMSVERÐLAUNANNA:
Alvia Islandia – Elegant Hoe
Baldvin Snær Hlynsson – Renewal
Bára Gísladóttir – Mass for Some
Biogen – Halogen Continues
Bjarki – THIS 5321
Cyber – Horror
Dodda Maggý – C series
Elli Grill & Dr. Phil – Þykk Fitan Vol. 5
Eva808 – Prrr
GlerAkur – The Mountains Are Beautiful Now
Godchilla – Hypnopolis
Fersteinn – Lárviður
Hafdís Bjarnadóttir – Já
Hatari – Neysluvara EP
JFDR – Brazil
Joey Christ – Joey
kef LAVÍK – Ágæt ein: Lög um að ríða og / eða nota fíkniefni
Legend – Midnight Champion
Nordic Affect – Raindamage
Pink Street Boys – Smells like boys
SiGRÚN – Smitari
Sólveig Matthildur – Unexplained miseries & the acceptance of sorrow
Úlfur – Arborescence
Volruptus – Hessdalen
World Narcosis – Lyruljóra