TILNEFNINGAR TIL KRAUMSVERÐLAUNANNA 2017

Í dag föstudaginn 1. desember er tilkynnt um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna i ár með birtingu Kraumslistans 2017.

Þetta er í tíunda sinn sem Kraumur birtir Kraumslistann yfir þær íslensku hljómplöturnar sem þykja að mati dómnefndar skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Kraumslistinn 2017 iðar af fjölbreytni. Hip hop og rapptónlist er vissulega áberandi (Alvia islandia, Elli Grill & Dr. Phil, Joey Christ) en litrófið spannar hinar ýmsu tónlistarstefnur og strauma, má þar nefna jazz, popp, teknó og öfgarokk. Enda Kraumsverðlaunin ekki bundinn ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Einnig vekur athygli að breiðskífa meistara Biogen er á Krumslistanum í ár. Platan kom út á alþjóðavettvangi í sumar og inniheldur óutgefið efni frá tónlistarmanninum Sigurbirni Þorgrímssyni sem lést árið 2011, en íslenskir sem erlendir listamenn halda afram að sækja innblástu í framsæknar hugmyndir hans í tónlist.

Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstarfsemi varðar, enda fór dómnefndin í gegnum 374 útgáfur í vinnu sinni. Hún mun nú velja 6 breiðskífur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2017.

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðasjóðs, verða afhent venju samkvæmt síðar desember yfir þær plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Verður þetta í tíunda sinn sem verðlaunin verða afhent. Alls hafa 45 hljómsveitir og listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008.

KRAUMSLISTINN 2017 – ÚRVALSLISTI KRAUMSVERÐLAUNANNA:
Alvia Islandia – Elegant Hoe
Baldvin Snær Hlynsson – Renewal
Bára Gísladóttir – Mass for Some
Biogen – Halogen Continues
Bjarki – THIS 5321
Cyber – Horror
Dodda Maggý – C series
Elli Grill & Dr. Phil – Þykk Fitan Vol. 5
Eva808 – Prrr
GlerAkur – The Mountains Are Beautiful Now
Godchilla – Hypnopolis
Fersteinn – Lárviður
Hafdís Bjarnadóttir – Já
Hatari – Neysluvara EP
JFDR – Brazil
Joey Christ – Joey
kef LAVÍK – Ágæt ein: Lög um að ríða og / eða nota fíkniefni
Legend – Midnight Champion
Nordic Affect – Raindamage
Pink Street Boys – Smells like boys
SiGRÚN – Smitari
Sólveig Matthildur – Unexplained miseries & the acceptance of sorrow
Úlfur – Arborescence
Volruptus – Hessdalen
World Narcosis – Lyruljóra

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *