Fyrstu tvö kvöld Airwaves

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Fyrsta kvöldið fór rólega af stað í erlendu deildinni enn var hins vegar þéttpakkað af því besta og nýjasta í íslensku Hip hop-i. Ég hóf leikinn á off-venue dagskrá Straums í Bíó paradís á kuldalegu ljóðanýbylgjunni sem Kælan mikla hefur verið að fullkomna á undanförnum árum. Þvínæst sá ég Good Moon Deer á sama stað sem bauð upp á nokkuð tilraunakenndan bræðing þar sem flóknar taktpælingar og æst óhljóð mynduðu órofa heild sem var í senn erfið og áhugaverð.

 

Ég sat áfram í Bíóinu og sá rapparna Hrannar og Smjörva skopp út um allt af ungæðislegum krafti og rappa eins og lífið lægi við. Þótt það sé um mjög auðgugan garð að gresja í rappsenunni um þessar mundir þessir strákar með þeim allra efnilegustu. En GKR er nú orðinn einn allra besti rappari landsins og hann kom, sá og rokkaði stappfullt bíóið með eiturhressu rítalínrappi sínu.

 

 Tyggjókúlu- og hryllingsrapp

 

Áfram hélt rappið og í Hafnarhúsinu var Alvia Ilandia að keyra fólk í gang með tyggjókúlurappi þar sem Hello Kitty fagurfræðin var í algleymingi. Cyber voru næstar á svið og hrekkjavakan var greinilega ekki farin úr blóðinu þeirra því átta manns í goth-búningum báru líkkistu á svið sem þær Cyber-stelpur risu svo upp úr framreiddu fjölbreytt og skemmtilegt sett ofan í mannskapinn.

 

Fever Dream hélt Hressó funheitum með steravöxnu attitúdi og rappi af fítonskrafti. Svo hélt hún líka uppi kósí fjölskyldustemmningu og fékk bróðir sinn upp á svið til að rappa með sér. Halldór Eldjárn spilar rómantíska en framsækna raftónlist með hjálp róbóta á Húrra sem minnti um margt á sveitir eins og Royksopp. Svo hélt rappið áfram í Listasafninu þar sem helstu vonarstjörnur landsins eins og Birnir og Jói Pé x Króli og Joey Christ rokkuðu þakið af Hafnarhúsinu þangað til lög um vínveitingastaði stoppuðu keyrsluna.

 

 Heill skröttum

 

Fimmtudagskvöldið hófst með látum og djöfulgangi á Bar Ananas. Skrattar eru sagðir hakkaðasta banda landsins og standa undir því. Öskur, sálarmyrkur og úrkynjuð partýstemmning. Að púlla svoleiðis klukkan fimm um eftirmiðdag er ekki á færi allra, en greinilega þeirra. Hail Satan. Þá sá ég Tonik í Bíó Paradís sem kom fram með Jón Þór á gítar og spilaði aðallega nýtt efni sem hljómaði dúndurvel. Djúpsjávartekknó með lævísum melódíum sem hentar jafnt til heimahlustunar og í sveittum tekknókjöllurum. Þá ætlaði ég aftur á Bar Ananas að sjá Fufanu en komst ekki inn vegna mannmergðar, en það kom ekki að sök þar sem kuldarokkið hljómaði mjög vel fyrir utan og rokkstælarnir sáust vel inn um gluggann.

 

Hatari eru eitt besta life-band landsins um þessar mundir og sviku engan í Gamla Bíói þetta kvöld. Þeir voru í búningum sem voru mitt á milli nasisma og S&M, voru með flotta dansara, og heimsósómarausið blastaðist úr hljóðkerfinu meðan dansinn dunaði. Grísalappalísa hafa síðan engu gleymt þrátt fyrir þeir hafi ekki verið mikið aktívir undanfarið og fóru rokkhamförum á sviðinu og Tumi saxafónleikari átti stjörnuleik. Ég lokaði svo kvöldinu með tónleikum aYia í Bíó Paradís sem framreiddu rökkvað og tilraunakennt trip hop í myrkum bíósalnum sem hentaði þeim ákaflega vel.

Davíð Roach Gunnarsson

Secret Solstice – Funheitt fönk, iðnaðartekknó og allt þar á milli

Mynd af Anderson.Paak: Birta Rán

Fjórða Secret Solstice hátíðin var sett með pompi og prakt á fimmtudaginn og ég beið ekki boðanna og dýfði mér strax í tjörusvart myrkrið inni í Hel. Þar var plötusnúðurinn og prúdúsessan The Black Madonna að spila dúndrandi tekknó og hás tónlist sem stundum fór út í óldskúl diskó væb. Og það verður að segjast eins og er, Hel á Secret Solstice er eitt svalasta venue sem þú finnur á Íslandi. Kolniðasvart nema með geggjuðum neonljósum bak við plötusnúðinn, tilfinningin er eins og að vera í Berlín.

 

Það var ekki mikið í gangi fyrsta kvöldið en fönkdrottningin Chaka Khan var eitthvað sem maður varð að tékka á. Hún byrjaði ágætlega og greinilega þaulvön að koma fram en það var samt eins og það vantaði eitthvað oggulítið upp á. Þetta var full faglegt fönk fyrir minn smekk. Engar feilnótur og allt á réttum stað, og kannski var það það sem var að. Þetta var of slétt og fellt og ekki nógu skítugt. Leiðin lá síðan aftur inn í Hel þar sem Kerry Chandler dj-aði seiðandi hústónlist og stundum spilaði hann live-djössuð hljómborðssóló yfir settinu.

 

 Afró-rapp úr fortíðinni

 

Á föstudagskvöldinu sá fyrst Ata Kak, tónlistarmann frá Ghana sem spilar furðulega lo-fi blöndu af house, diskó og rappi með afrískum ryðmum. Hann á sér merkilega sögu, gaf út eina kasettu í snemma á 10. áratugnum sem enginn tók eftir, var svo uppgötvaður 20 árum seinna af grúskara sem endurútgaf plötuna Obaa Sima. Ata Kak sem var löngu hættur að gera tónlist túrar nú tónlistarhátíðir um heim allan og það skyldi engan undra. Hljómsveitin hans grúvaði grimmt og hann sjálfur er með ótrúlega einlæga útgeislun; dansar, syngur og rappar eins og ekkert annað skipti máli.

Breski rapparinn Roots Manuva var næstur á Gimli sviðinu og fór á kostum með döbb- og reggískotnum töktum þar sem bassinn smaug inn að beini, og völdugri rödd sem stjórnaði áhorfendum. Ég náði þremur lögum með Foo Fighters en það er ekki minn tebolli svo hélt aftur í Gimli þar sem rapparinn Pharoe Monch var að koma sér fyrir. Hann tók þrususett þar sem hann vitnaði í alla rappsöguna og leiddi mannfjöldann í hópsöng gegn lögreglunni. Þá lá leiðin enn og aftur í hel þar sem kvöldið var klárað í algleymi myrkurs dúndrandi danstónlistar.

 

Steinsteypuhart iðnaðartekknó 

 

Prodigy eru ein af burðarstoðunum í danstónlist 10. áratugarins og tónlistin þeirra og sviðsframkoma er svo orkumikil að hún gæti knúið tíu álver. Stuðið við stóra sviðið var ómælanlegt fólk missti sig í massavís, og það voru fleiri mosh pits á Prodigy heldur en rokktónleikum hátíðarinnar. Kiasmos fóru á kostum í Hel og tekknó-uðu þakið af Laugardalshöllinni. Það var troðstappað, hendur á lofti og epískar uppbyggingar, drop og taktsprengingar. Eftir það tók Exos við og myndaði berlínska Berghain stemningu í mökkdimmri höllinni. Þetta var steinsteypuhart iðnaðartekknó þar sem hver bassatromma smaug inn í merg og bein eins og pistóna úr bílvél.

 

 Daði Freyr frábær en Anderson.Paak bar af 

 

Á Sunnudeginum sá ég fyrst Gísla Pálma sem ekki hefur spilað mikið undanfarið. Hann hefur hins vegar engu gleymt og hoppaði og skoppaði um stóra sviðið ber að ofan og rappaði af lífs og sálar fítonskröftum. Hann tók meira að segja nýtt lag sem hljómaði mjög vel. Anderson .Paak var hins vegar nokkrum hæðum en önnur atriði hátíðarinnar. Hann byrjaði á stærsta hittaranum sínum, Come Down, sem ómerkilegri listamenn hefðu sparað þar til síðast. En svo keyrði hann bara stemninguna upp upp úr því. Hann er mergjaður rappari, frábær söngvari og taktvilltur trommari, og hljómsveitin hans The Free Nationals fór á kostum. Fyrir utan að vera svo sætur og sjarmerandi að allir í 500 metra radíus frá sviðinu vildu sofa hjá honum. Hann er smá Kendrick, smá Andre 3000, smá Marvin Gay en fyrst og fremst hann sjálfur. Með fullri virðingu fyrir öðrum frábærum listamönnum sem ég sá um helgina bar Anderson.Paak af. Bravóbravóbravó.

Ný-euro-styrnið Daði Freyr steig á stokk í Gimli og allar áhyggjur mínar um að hann væri one hit wonder voru þurrkaðar út. Hann er náttúrutalent og allur pakkinn; rödd, sviðsframkoma, lagasmíðar og hljómur. Hann tók bæði nýtt og gamalt eigið efni, plús frábær coverlög. Synþasólóið í lokin á Hvað með það var einn af hápunktum hátíðarinnar. Ég náði aðalhittaranum með Big Sean meðan ég fór í fallturninn og fór síðan á gömlu fönkhundana í Cyamande og labbaði inn í þeirra helsta slagara, Brothers On The Slide. Þeir voru líklega flestir milli sjötugs og áttræðs og voru í rokna stuði á sviðinu, gamlir grúvhundar sem vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þá var það bara að halda inn í hel og mjólka síðustu dropana úr hátíðinni á yfirdrætti sunnudagsins.

Það voru margir frábærir tónleikar á hátíðinni en hún hefur líka bara einhvers konar anda sem þú upplifir bara á Secret Solstice. Það er svona meginlandsstemmning sem fylgir því að labba í grasi vaxnu svæðinu milli margra sviða og hafa ekki áhyggjur af neinu. Það var taumlaus nautn og gleði sem skein úr andlitum á fólki og það var gaman að vera lifandi. Mér finnst það hellings virði og vona að óþol nokkurra smáborgara fyrir því að búa í samfélagi við annað fólk komi ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin aftur að ári liðnu.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Topp 10 erlent á Secret Solstice

 

Secret Solstice hátíðin hefst á fimmtudaginn í Laugardalnum og þar er boðið upp á dekkað hlaðborð af erlendum og innlendum listamönnum á heimsmælikvarða í sínum geirum. Þetta er í fjórða skiptið sem hátíðin er haldin og Straumur hefur mætt á þær allar og haft feikilega gaman að eins og lesendur hafa tekið eftir. Þar sem hátíðin er alveg að skella á er ekki úr vegi að fara yfir það helsta í erlendu deildinni sem við erum spenntastir fyrir.

 

Anderson.Paak & The Free Nationals

Bandaríski rapparinn, söngvarinn og fönkhetjan Anderson.Paak er einn allra ferskasti hip hop listamaður sem komið hefur fram á undanförnum árum. Það sem gerir tónleikana sérstaklega spennandi er að Anderson.Paak kemur fram með live hljómsveit, The Free Nationals, sem ætti að gefa hörðustu grúvhundum helling fyrir sinn snúð.

 

Uknown Mortal Orchestra

UMO hafa á þremur plötum þróað einstaka hljóðmynd þar sem striginn er Rubber Soul/Revolver Bítlasíkadelía en pensla svo ofan í með djúpu fönki, hráum trommutöktum og dáleiðandi röddum. Við höfum séð þá live áður og þeir svíkja engann, síst af öllu sjöunda áratuginn.

 

Cymande

Breskir fönkfrumkvöðlar frá 8. áratugnum sem hrærðu saman R&B, sálartónlist og karabískum ryðmum. Eiga eitt besta fönklag allra tíma, Brothers on the Slide, og þó ekki nema bara þess vegna eiga þeir skilið virðingu og mætingu á tónleika.

 

Roots Manuva

Brautryðjandi og afi bresku rappsenunnar. Blandaði saman reggí og hip hoppi á máta sem enginn hefur leikið eftir. Rosaleg rödd og yfirgengilegt hreysti. Witness the Fitness:

 

The Black Madonna

Bandaríska plötusnældan og pródúsantinn The Black Madonna hristir saman ómóstæðilegan bræðing úr diskói, house-tónlist, fortíð og framtíð. Að sleppa því að dansa er taugakerfislegur ómöguleiki.

 

Prodigy

Þrátt fyrir ofspilun og það sé nokkuð langt síðan þeir voru relevant er ekki hægt að neita því að Prodigy er gríðarlega mikilvæg hljómsveit í sögu danstónlistarinnar. Á blómaskeiði þeirra um miðjan 10. áratuginn dældu þeir út slögurum sem voru akkúrat í hárréttum skurðpunkti hugmyndaauðgis, hörku og aðgengileika. Svo höfum við heyrt út undan okkar að þeir hafi engu gleymt á tónleikum.

 

Princess Nokia

New-York söngkonan Princess Nokia sækir áhrif úr öllum heimshornum, eimar úr þeim kjarnann, og skapar eitthvað algjörlega nýtt í feikilega framsæknu furðupoppi sínu.

 

Lane 8

Eiturhress house-bolti frá Bandaríkjunum sem dúndrar út bassatrommu á hverju slagi og hver einasta þeirra fer beint í mjaðmirnar.

 

 Rhye

Áreynslulaust og fagmannlega framreitt indípopp með heillandi hljóðheimi og seiðandi söng.

 

Soulclap

DJ-dúett sem er frægur fyrir sex klukkutíma maraþon-sett og hafa rímixað listamenn eins og Laid Back, Metronomy, Little Dragon, Robert Owens, DJ Harvey og sjálfan Chris Isaac.

Sónar – heill hellingur af gleði í Hörpu

Föstudagskvöldið byrjaði í skóginum, með tónleikum breska listamannsins Forest Swords í Norðurljósasalnum. Þeir voru tveir á sviðinu, annar við tölvu og apparöt og hinn lék undir á bassa. Þetta var trippy raftónlist með alls konar skrýtnum hljóðum og heimstónlistaráhrifum, indverskum sítörum og afrískum áslætti. Allt í allt, áhugavert.

 

Það var síðan áframhaldandi útivistarstemmning í Norðurljósasalnum því á tónleikum Sin Fang var söngvarinn Sindri Már inni í litlu kúlutjaldi sem var staðsett á miðju sviðinu. Hann var þar með kameru og andliti hans varpað á risatjald á sviðinu, sem skapaði skrýtna – á svona Blair Witch Project-legan hátt – stemmningu. Þetta var áhugavert í byrjun en gimmikkí og þreytt eftir þrjú lög, og ég hefði viljað sjá hann stíga út úr tjaldinu á endanum.

 Nýtt Gusgus og massívir magnarar

Þá var haldið yfir á Gusgus sem voru að koma fram í fyrsta skipti (eftir því sem ég best veit?) eftir að Högni sagði skilið við sveitina. Þeir tóku ýtt efni sem hljómaði prýðisvel, voru með rosalega flott lazer-show og renndu meirað segja í gamla slagarann David, þó að Urður hafi verið fjarri góðu gamni.

 

Þvínæst héldum við á hávaðapoppbandið Sleigh Bells í Norðurljósasalnum. Tveir gítararleikarar voru fyrir framan risastóra veggi af magnarastæðum og framkölluðu risastór riff meðan söngkonan Alisson Krauss lék á alls oddi. Kvöldið endaði svo á berlínsku rafhetjunum í Moderat sem léku melódískt tekknó af fádæma krafti og fágun.

Djassaður Dilla 

Á laugardeginum byrjaði ég á því að sjá íslenska rafrökkurbandið aYia. Þau voru klædd í svartar hettupeysur og spiluðu dimmt og tilraunakennt trip hop. Næst á svið í Silfurbergi var heiðursbandið Dillalude. Það er tileinkað tónlist bandaríska taktsmiðsins J Dilla og félagarnir léku djassaðan spuna yfir takta meistarans af einstakri smekkvísi og lipurð.

 

Alva Islandia hélt uppi nafni sínu sem “Bubblegum Bitch” og drefði tyggjói um allan Norðurljósasalinn og bleik og japönsk Hello Kitty fagurfræði var allt um lykjandi. Kött Grá Pjé rokkaði Silfurberg með bumbuna út eins og honum einum er lagið en leið okkar lá niður í Kaldalón að sjá hina kanadísku Marie Davidson. Það var eitt allra besta atriði hátíðarinnar og Marie bauð upp á ískrandi analog tekknó og rafpopp, þannig það var ekki sitjandi sála í Kaldalóni. Eftir þetta var Fatboy Slim hálfgerð vonbrigði. En Sónar-hátíðin stóð fyllilega fyrir sínu þetta árið og ég er strax farinn að hlakka til næstu.

Fyrsti í Sónar – Örvar án múm og raddlaus rappari

Það er alltaf eftirvænting í lofti á fyrsta degis Sónars og ég hóf kvöldið á því að sjá eitt besta live-band á Íslandi í dag, Hatara. Hatari taka tónleikana sína alvarlega og eru innblásnir af leikhúsi og gjörningalist. Tónlistin er pönkað iðnaðarelektró og söngvararnir tveir klæðast búningum sem daðra við fasíska fagurfræði. Það var feikilegur kraftur í þeim og til halds og trausts höfðu þeir nútímadansara með gasgrímur. Textarnir eru svo kapítuli út af fyrir sig, ljóðrænn níhílismi af bestu sort. „Ómagar sameinist/bak í bak og dansið“ skipuðu Hatari og áhorfendur hlýddu sem í leiðslu.

 

Næst á svið í Silfurbergi var kanadíska rapppían Tommy Genesis sem góður rómur hafði verið gerður að. Það verður bara segjast eins og er, hún var arfaslök. Hana skorti í fyrsta lagi mikilvægasta eiginleika rappara: rödd. Hún var andstutt og það var alltaf sami ryðminn í flæðinu sem varð þreyttur eftir hálft lag. Ég flúði því af hólmi niður í Kaldalón til að sjá Örvar úr múm spila sólóefni í fyrsta skiptið, og sá svo sannarlega ekki eftir því. Örvar var einn fyrir framan massíft græjuborð og söng í gegnum vókóder. Eitt lagið minnti mig á Jan Hammer, annað á Air upp á sitt besta og stundum var heilmikið Boards of Canada í töktunum. Þetta var dásamlega melódískt og ofgnótt af fallegum synþalínum, og mig hlakkar til að heyra þetta á plötu. Besta atriði kvöldsins var komið í sarpinn.

 

GKR stendur alltaf fyrir sínu og hann hoppskoppaði um sviðið í Silfurbergi eins og honum einum er lagið. Berlínski tekknópresturinn úr Berghain, Ben Klock, stóð síðan fyrir suddalegu og myrku partýi í bílakjallaranum og dúndraði ísköldi naumhyggjutekknói í mannskapinn sem dansaði út í hið óendanlega. Vatican Shadow átti síðasta settið í sitjandi salnum, Kaldalóni, og fékk alla upp úr sætunum með tilraunakenndri rafgeggjun. Ég náði svo síðustu 20 mínútunum af FM Belfast sem tóku maraþon útgáfu af Underwear og splæstu inn í það köflum úr Killing in the Name of og Fight for your right to party. It goes without saying svo að confetti kom við sögu og tryllingurinn var áþreifanlegur og óþreyjufullur. Frábæru fyrsta kvöldi af Sónar var hérmeð lokið þar sem uppgötvun kvöldsins og það sem upp úr stað var: Örvar í múm er líka frábær einn og ekki í múm.

Davíð Roach Gunnarsson

Bestu erlendu lög ársins 2016

50. Neon Dad – Holy Fuck

49. Everybody Wants To Love You – Japanese Breakfast

48. Play On – D.K

47. Naive To The Bone – Marie Davidson

46. With Them – Young Thug

45. Run – Tourist

44. Hey Lion – Sofi Tukker

43. Snooze 4 Love  (Dixon remix) – Todd Terje

42. All Night – Romare

41. Bus In These Streets – Thundercat

40. Never Be Like You (ft. Kai) – Flume

39. Dis Generation – A Tribe Called Quest

38. State Of The Nation – Michael Mayer

37. Do It 4 U (feat. D∆WN) – Machinedrum

36. VRY BLK (ft. Noname) Jamila Woods

35. Come We Go – Jamie XX & Kosi Kos

34. Reichpop – Wild Nothing

33. Cool 2 – Hoops

32. Car – Porches

31. Come Down – anderson .paak

30. Horizon – Tycho

29. All To Myself – Amber Coffman

28. The Mechanical Fair (Todd Terje Remix) – Ola Kvernberg

27. Keep You Name – Dirty Projectors

26. Revenge (ft. Ariel Pink) – NY Theo (Theophilus London)

25. All Or Nothing (ft. Angelica Bess) – Chrome Sparks

24. untitled 03 | 05.28.2013. – Kendrick Lamar

23. Boo Hoo (Cole M. G. N. remix) – Nite Jewel

22. Brickwall – Fred Thomas

21. Landcruisin – A.K. Paul

20. Can’t Stop Fighting – Sheer Mag

19. Lying Has To Stop – Soft Hair

18. Back Together – Metronomy

17. On the Lips – Frankie Cosmos

16. Closing Shot – Lindstrøm

15. Shut Up Kiss Me – Angel Olsen

14. Big Boss Big Time Business – Santigold

13. Operator (DJ Koze’s Extended Disco Version) – Låpsley

12. A 1000 Times – Hamilton Leithauser + Rostam

11. Out of Mind – DIIV

10. BULLETS (feat. Little Dragon) – Kaytranada

9. Hold Up – Beyoncé

8. Dance… While The Record Spins – Kornél Kovács

7. White Ferrari (Jacques Greene) – Frank Ocean

6. Nobody Speak (feat. Run The Jewels) – DJ Shadow 

5. FloriDada – Animal Collective

Florida með Animal Collective á heima í sömu sólbrenndu síkadelísku veröld og meistaraverkið Merriweather Post Pavilion. Lagið er á stöðugri hreyfingu í margar áttir í einu þar sem eina endastöðin er útvíkkun hugans.

4. Summer Friends (feat. Jeremih, Francis, The Lights) – Chance The Rapper

Tregafullur sumarsöngur rapparans Chance The Rapper um vináttu er fullkominn kokteill af hip-hop, gospel og R&B.

3. (Joe Gets Kicked Out of School for Using) Drugs With Friends (But Says This Isn’t a Problem) – Car Seat Headrest

Í Joe gets kicked out of school lýsir Will Toledo sem gefur út tónlist undir nafninu Car Seat Headrest misheppnuðu sýrutrippi þar sem í stað andlegrar uppljómunar líður honum eins og skít og er stöðugt hræddur við lögguna. En þrátt fyrir þessa raunasögu endar lagið á samsöng út í hið óendanlega um hvernig vinátta og eiturlyf séu jafn fullkomin blanda og gin og tónik.

2. It Means I Love You – Jessy Lanza

Hápunktur plöturnar Oh No er hið taktfasta It Means I Love You sem byggir á lagi Suður Afríska tónlistarmannsins Foster Manganyi – Ndzi Teke Riendzo

1. Famous – Kanye West

Eitt umdeildasta lag ársins og jafnframt það besta. Famous er fyrsta smáskífan af sjöundu breiðskífu Kanye West The Life of Pablo sem kom út í febrúar. Lagið er fullkomið dæmi um glöggt eyra West þegar kemur að því að blanda saman sömplum og gera eitthvað algjörlega nýtt úr þeim. Hann tekur sönglínu úr Do What You Gotta Do með Nina Simone og fær Rihönnu til að syngja en lætur upprunalegu upptökuna enda lagið. Hápunturinn kemur í seinna hluta lagsins þegar hann notar sampl úr laginu Bam Bam með Sister Nancy og lætur það fylgja taktinum. Eitthvað sem á pappír hljómar eins og sæmilegt mashup verður í meðförum Kanye að listrænum kjarnasamruna sem er töfrum líkastur. Lögin hljóma eins og þau hafi alltaf átt heima saman en enginn nema Kanye West hefur tæknilega hæfileika og rödd til þess að vera bindiefnið á milli þeirra. Bara stórkostlegir listamenn geta stolið svona fallega og komist fullkomlega upp með það. Kanye er í þeim hópi. Myndbandið við lagið er svo listaverk út að fyrir sig.

Bestu íslensku plötur ársins 2016

25. Cyber – Cyber is Crap

24. Indriði – Makril

23. EVA808 – Psycho Sushi

22. Ruxpin – We Became Ravens

21. Kef LAVÍK – Vesæl í kuldanum

20. Stroff – Stroff

19. Wesen – Wall Of Pain

18. asdfhg – Kliður

17. Pascal Pinon – Sundur

16. Sindri 7000 – Tónlist fyrir kafara

15.  Hexagon Eye – Virtual

14. Alvia Islandia- Bubblegum Bitch

13. Mugison – Enjoy

12. Suð – Meira Suð

11. Davíð & Hjalti – RVK Moods EP

10. Amiina – Fantomas

9. TSS – Glimpse Of Everything

8. Snorri Helgason – Vittu Til

7. Jón Þór – Frúin í Hamborg 

6. Páll Ivan frá Eiðum – This Is My Shit

5. Black Lights – Samaris

Á sinni þriðju og bestu plötu tekst Samaris að skila af sér beinskeyttu og hnitmiðuðu verki sem heldur manni frá fyrstu nótu.   

4. Aron Can – Þekkir Stráginn

Hinn 16 ára gamli Aron Can kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með sinni fyrstu ep plötu í vor. Hægt er að þekkja stráginn á taktföstum bassa og söng-rappi sem er í senn áreynslulaust og sjarmerandi.

3. Kælan Mikla – Kælan Mikla

Ískalt ljóðapönk Kælunar rammað inn í átta laga heildsteypta plötu sem rennur í gegn eins og þytur í laufi.

2. Andi – Andi

Tónlistarmaðurinn Andri Eyjólfsson sem gengur undir listamannsnafninu Andi gaf út samnefnda plötu hjá Lady boy records í sumar. Léttleikandi og stórskemmtilegt rafpopp með sterkum italo-disco áhrifum. Andi tekur arfleið Giorgio Moroder og fær sér sundsprett í henni.

1. GKR – GKR EP

Á sinni fyrstu Ep plötu hefur Gauki Grétusyni eða GKR tekist að fara úr því að verða einn efnilegasti rappari Reykjavíkur í að verða einn sá besti. Á plötunni er vandað til verks og hefur Gaukur fengið aðstoð frá hæfileikaríkum taktsmiðum bæði hér heima og erlendis.

Bestu erlendu plötur ársins 2016

30. La Femme – Mystère

29. Japanese Breakfast – Psychopomp

28. Soft Hair – Soft Hair

27. Diana – Familiar Touch

26. Okkervil River – Away

25. Machinedrum – Human Energy

24. Santigold – 99¢

23. Com Truise – Silicon Tare

22. Beyoncé – Lemonade

21. David Bowie – Blackstar

20. Nite Jewel – Liquid Cool

19. Porches – Pool

18. Hinds – Leave Me Alone

17. D∆WN – Redemption

16. Michael Mayer – &

15. Tycho – Epoch

14. Frankie Cosmos – Next Thing

13. Romare – Love Songs: Part Two

12. DIIV – Is The Is Are

11. Metronomy – Summer 08

10. A Tribe Called Quest – We got it from Here… Thank You 4 Your service

9. Hamilton Leithauser + Rostam – I Had a Dream That You Were Mine

8. Kanye West – The Life Of Pablo

7. Angel Olsen – My Woman 

6. Kornél Kovács – The Bells

5. Jessy Lanza – Oh No

Kanadíska tónlistarkonan Jessy Lanza fylgir vel á eftir fyrstu plötu sinni Pull My Hair frá árinu 2013 á Oh No en báðar plöturnar voru tilnefndar til Polaris tónlistarverðlauna. Hápunktur plöturnar er hið taktfasta It Means I Love You sem byggir á lagi Suður Afríska tónlistarmannsins Foster Manganyi – Ndzi Teke Riendzo

4. Chance The Rapper – Coloring Book

Chicago rapparinn Chance The Rapper blandar saman hip-hop og gospel-tónlist á framúrstefnulegan máta á sínu þriðja mixtape-i. Með fjölda gesta sér við hlið (Kanye West, Young Thug, Francis and the Lights, Justin Bieber, Ty Dolla Sign, Kirk Franklin og Barnakór Chicago) tekst Chance á Coloring Book að gefa út eina litríkustu plötu ársins.

3. Car Seat Headrest – Teens Of Denial

Á Teens Of Denial blandar Will Toledo forsprakki Car Seat Headrest saman áhrifavöldum sínum (sjá: Velvet Underground, The Strokes, Beck og Pavement) og útkoman er óvenju fersk. Ein sterkasta indie-rokk plata síðari ára.

2. Frank Ocean – Blonde

Það eru fáar plötur sem beðið hefur verið eftir með eins mikilli eftirvæntingu og annarri plötu tónlistarmannsins Frank Ocean. Upphaflega nefnd Boys Don’t Cry með settan útgáfudag í júlí 2015, var plötunni frestað aftur og aftur og kom hún svo út óvænt seint í ágúst. Á Blonde leitar Ocean meira innra með sér en á hinni grípandi Channel Orange frá árinu 2012 og þarfnast hún fleiri hlustana áður en hún hittir í mark. Líkt og hans fyrri plata vermir Blonde sæti númer 2 á lista Straums yfir bestu plötur ársins. 

Frank Ocean – ‘Nikes’ from DoBeDo Productions on Vimeo.

1. Kaytranada – 99.9%

Hinn 24 ára gamli Louis Kevin Celestin frá Montreal sem gengur undir listamannsnafninu Kaytranada gaf út sína fyrstu stóru plötu 99.9% 6. maí á þessu ári. Platan sem er að mati Straums besta plata þessa árs er uppfull af metnaðarfullri danstónlist með áhrifum frá hip-hop, fönki og R&B. Einstaklega grípandi lagasmíðar sem henta bæði á dansgólfinu og heima í stofu.

Óli Dóri 

Airwaves – Laugardagskvöld + PJ Harvey

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

 

Ég tók daginn snemma á laugardaginn til að sjá dönsku sveitina Let’s Eat Grandma á Kex Hostel. Hún samanstendur af tveimur kornungum stelpum sem spilaði ansi hreint hressandi synþapopp sem vakti mig svo um munar. Ég sá svo aftur Sæk-rokkarana í Par-Ðar á off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís og þeir stóðu sig jafn vel og síðast. Sérstaklega er gaman að sjá þá koma alltaf fram með eldgamalt timburorgel, menn sem nenna að róta þannig á milli eru sko alls ekkert að grínast.

 

Fyndið en ekkert grín

 

Talandi um grín, þá hélt ég fyrst að Krakk og Spagettí væri einhvers konar grínband. Hafði heyrt nafnið lengi út undan mér en aldrei tékkað á þeim. Tvær stelpur að rappa og kvenlegur strákur á mixernum rifu gjörsamlega þakið af Bar Ananas. Þó textarnir hafi á köflum verið mjög fyndnir þá eru þau sannarlega ekkert grín. Stelpurnar röppuðu af færni og feiknakrafti um kapitalískt vændi, íslenska sumarið, Lagarfljótsorminn, frjálsar geirvörtur og fresca – svo fátt eitt sé nefnt. Bítin voru fjölbreytt og frumleg, viðlögin grípandi og sviðsframkoman fyrsta flokks.

 

Ég náði svo nokkrum lögum með rapparanum Mælgin sem var í miklu stuði á Húrra og hafði frábært live band með sér. Ég hafði verið kynntur fyrir bandinu The Internet stuttu fyrir hátíðina og verið mjög hrifinn af plötu þeirra Ego Death þannig ég var mættur spenntur að sjá þau í Vodafone höllina. Þau stóðust allar væntingar og meira til. Frontkonan kallar sig Syd The Kid og er meðlimur í Odd Future genginu og með frábæri rödd og rokkar mjög töff kynlaust lúkk.

 

Engri nótu ofaukið

 

En The Internet er ekki eins og flest nútíma R’n’B; söngvari og nokkrir mismunandi pródúsantar og svo kannski splæst í örfáa sessjon leikara fyrir tónleikaferðir. Þau eru alvöru band þar sem hljóðfæraleikararnir eru partur af lagasmíðaferlinu og það heyrðist á grúvinu í Valsheimilinu þar sem ekki var einni nótu ofaukið. Þó fóru áreynslulaust úr hörðu fönki yfir í mjúka sálartónlist og tóku meira að segja ábreiðu af laginu Prototype eftir Andre 3000 úr Outkast. Mögulega besta giggið sem ég sá á hátíðinni.

 

Þá voru það Digable Planets næst sem eiga á ferilskránni eina mína allra uppáhalds hip hop plötu, Reachin’ (a new refutation of tima and space). Það er kannski afleiðing af gígantískum væntinum en ég varð fyrir nettum vonbrigðum með Digable. Þau hefði líklega notið sín betur á aðeins minna og persónulega venue-i. Stundum vantaði smá kraft og ég hefði verið til í að heyra fleiri lög af Reachin’, en þegar best lét var þetta þó fáránlega djasstöffað grúv og rappararnir náttúrulega í heimsklassa. Þá var það bara að fara á Fm Belfast í smá stund og loka svo kvöldinu með kraftelektrópoppinu hjá Sykur. Þrátt fyrir að það væri langt liðið á kvöld var enginn þreyttur, hvorki á sviðinu né í áhorfendasalnum, og allir fóru dansandi inn í nóttina.

 

Gott band – lélegt loft

 

Ég er ekki brjálað PJ Harvey fanboy en hlustaði þó talsvert mikið á plötuna Let England Shake sem kom út fyrir nokkrum árum síðan. Hún kom fram í Valshöllinni á sunnudagskvöldinu með risastóru bandi og lúðrasveitafíling í trommum og brassi. Bandið stóð algjörlega fyrir sínu en loftræstingin í íþróttahöllinni síður, ég þurfti nánast frá að hverf á köflum til að anda að mér fersku lofti.

 

Þessi Airwaves hátíð var þrusustuðfengin og nokkrir hápunktar fyrir mig voru til dæmis The Internet, Kiasmos, Hatari, Frankie Cosmos og Krakk og Spagettí.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Föstudagskvöld á Airwaves

Mynd: Sigurður Sigurjónsson

 

Ég hóf föstudagskvöld í Hörpu með því sjá aYia í annað skipti á hátíðinni. Dökka tilrauna tripp-hoppið þeirra naut sín vel í myrku Silfurberginu og hljóðið var til fyrirmyndar. Þá hljóp ég yfir í Fríkirkjuna til að sjá Mugison, ekki síst út af því að nýja platan hans sem var að koma út er frábær, að einhverju leiti afturhvarf í Mugimama is this Monkey Music tímabilið. Hann byrjaði á því að koma hitturunum frá, tók syrpu af sínum stærstu slögurum eins og Stingum af og Murr Murr. Hann fór síðan í nýtt efni og fór á kostum með bandinu.

 

Delores Haze spilaði indírokk á Gauknum en það hljómaði ekki spennandi auk þess sem mér hefur alltaf fundist efri hæðin þar leiðinlegur tónleikastaður. Lord Pusswhip var hins vegar í miklu stuði ásamt gestaröppurum á Húrra. Taktarnir hans eru eins og hryllingsmyndasándtrökk í bland við Parkódín Forte, og ég kunni vel að meta það.

 

Næst ætlaði ég að sjá Warpaint en það var bara algjörlega ómögulegt að komast inn í Silfurberg á þessum tímapunkti. Í staðinn fór ég á hljómsveitina Thunder Pussy í Norðurljósum. Það helsta sem hægt er að segja um það band er að nafnið þeirra er mun betra tónlistin. Ég hélt þetta væri svona kaldhæðnislegt glysrokk nafn en svo voru þær bara full blown hármetal drasl.

 

Lágstemmdur kraftur

 

Frankie Cosmos í Gamla bíó á straumskvöldinu var hins vegar miklu betri. Ótrúlega smekklegt indípopp, lágstemmt en samt kraftmikið. En svo var allt keyrt í botn á Kiasmos í Silfurbergi. Dúndrandi nýklassískt tekknó sem sómir sér jafnvel myrkri skemmu eins og Silfurbergi og á íþróttaleikvöngum. Þeir eru þegar orðnir nokkuð vinsælir erlendis og ef þeir halda áfram á þessari braut eru þeir næsta Gus Gus í uppsiglingu.

 

Þá var það poppstjarnan Santigold sem fylgdi þeim eftir með glæsibrag. Hún er svona dálítið eins og diet útgáfa af M.I.A. og ég meina það ekki á slæman hátt. Hún var með sjarma í tonnatali og frábæra dansara. Þá var bara að loka dagskránni með því að snúa aftur á Straumskvöldið í Gamla Bíó þar sem Hermigervill dúndraði eigin raftónlist og gömlum íslenskum slögurum í áhorfendur af rokna krafti og öryggi. Þegar hann spilaði á þeramínið var það töfrum líkast.

 

Heilt yfir dásemd. Tvö kvöld eftir. Sjáumst í Straumi.

 

Davíð Roach Gunnarsson