Tónleikar helgarinnar

 

 

Miðvikudagur 31. 7

Hljómsveitin Grísalappalísa ætlar að blása til veislu á tónleikastaðnum Faktorý vegna nýútkominnar plötu sinnar, ALI. Með Grísalappalísu verða Ojba Rasta og DJ Flugvél og Geimskip. Húsið opnar 21:00. Það kostar 1000 krónur inn, eða 3000 krónur og fyrsta plata Grísalappalísu, ALI, fylgir með. 

 

 

Fimmtudagur 1. 8

Frumsýninga á heimildamyndinni um kvennapönkhljómsveitina Pussy Riot kl 19:30. Kvennapönkhljómsveitin Viðurstyggð mun hita allhressilega upp og léttar veitingar verða í boði frá kl 19:30, en myndin hefst á slaginu kl 20:00. Hægt er að tryggja sér miða á midi.is en einnig er hægt að kaupa miða á frumsýninguna í miðasölu Bíó Paradís en hún er opin daglega frá kl 17.

Í tilefni útgáfu stuttskífunnar Aquarium með kimono verður boðað til tónleika á Faktorý. Bandarísk-íslenski dúettinn Low Roar ætlar einnig að koma fram. Miðasala opnar kl 21:00 og hefjast tónleikarnir svo stundvíslega kl 22:00.
Miðaverð er 1500 kr.

Upphitun fyrir Innipúkann á Kex klukkan 21:00. Samaris leika fyrir gesti og hægt verður að kaupa armbönd á hátíðina sjálfa.

Myrra Rós og Elín Ey spila á tónleikum á Café Rósenberg klukkan 21. 1000 krónur inn.

Hljómsveitirnar Knife Fights og Treisí spila á Dillon klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

Bíó Paradís heldur áfram að bjóða upp á sumartónleika, en þetta verða þeir síðustu í bili og verða þeir því í stóra sal hússins og hefst tónlistin klukkan 22:00. Samaris og Arnljótur koma fram.

 

 

Föstudagur 2. 8

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tólfta skipti í Reykjavík um Verslunarmannahelgina. Innipúkinn 2013 teygir sig yfir tvo daga og fer fram föstudags- og laugardagskvöld, dagana 2. og 3. ágúst. Hátíðin í ár fer fram á Faktorý. það kostar 3000 fyrir eitt kvöld en 4900 fyrir bæði kvöldin.

Föstudagur:
Gísli Pálmi
Valdimar
Steed Lord
Prins Póló
Skelkur í bringu

 

 

Thule kynnir útihátíð í bakgarðinum á Dillon um Verslunarmannahelgina. Verð fyrir eitt kvöld 2500 en 4500 fyrir þrjú kvöld. Dagskrá föstudags:

Dagskrá föstudags
21:00-22:00 Botnleðja
20:00-20:45 Leaves
19:15-19:45 Johnny And The Rest
18:30-19:00 Thingtak
17:45-18:15 Alchemia
17:00-17:30 Jósef “Elvis” Ólason/Grillveisla

 

 

 

Laugardagur 3. 8

Tónlistarhátíðin Innipúkinn heldur áfram á Faktory.

Laugardagur: 

Botnleðja
Geiri Sæm
Ylja
Agent Fresco
Grísalappalísa

 

Rykkrokk hátíð í Fellagörðum verður sérstakt off venue á Innipúkanum í ár. Rykkrokk var síðast haldið 1995 og verður dagskráin klæðskerasniðin nútímanum með nostalgísku ívafi. Allir sem koma fram hafa sterka tengingu við Breiðholtið:
-Langi Seli og Skuggarnir
-Prins Póló
-Gríspalappalísa
-Tanya & Marlon
-Samaris
Frítt inn! og innipúkar úr öllum hverfum Reykjavíkur hvattir til að koma uppí Fellagarða.Thule  útihátíð í bakgarðinum á Dillon heldur áfram

21:00-22:00 Blaz Roca
20:00-20:45 Vintage Caravan
19:15-19:45 Sindri Eldon & The Ways
18:30-19:00 The Wicked Strangers
17:45-18:15 Rekkverk
17:00-17:30 Grillveisla
Sunnudagur 4. 8

 

Thule  útihátíð í bakgarðinum á Dillon heldur áfram

21:00-22:00 Brain Police
20:00-20:45 Dimma
19:15-19:45 Esja
18:30-19:00 TBA
17:45-18:15 Herbert Guðmundsson
17:00-17:30 Grillveisla

TV ON THE RADIO MEÐ SITT FYRSTA LAG Í TVÖ ÁR

 

Það hefur verið rólegt í tíðinni hjá TV On the Radio undanfarið þó hljómsveitin hafi komið fram reglulega hefur nýtt efni staðið á sér allt frá útgáfu síðustu plötu þeirra Nine Types of Light. Nú hefur bandið hins vegar snúið aftur með kraftmikinn smell sem ber titilinn „Mercy“. Lagið er öllu þyngra og rokkaðara heldur en efnið á Nine Types of Light og gæti vel verið tekið af meistarastykkinu Return To Cookie Mountain sem kom út 2006 og hljóta það að teljast góð tíðindi.

ARCTIC MONKEYS GEFA ÚT LAG UNDIR HIP-HOP ÁHRIFUM

Þriðja smáskífan af væntanlegri plötu Arctic Monkeys AM hefur lekið á netið nokkrum dögum fyrir áætlun. Lagið heitir „Why’d You Only Call Me When You’re High?” og minnir að sögn söngvara bandsins Alex Turner á takt úr Dr. Dre lagi. Turnar gerist ekki svo kræfur að rappa í laginu og lætur sér nægja að syngja það með frásagnarkenndum falsettu stíl undir reiðu, dularfullu eyðimerkur undirspili sem svipar helst til Black Keys.
AM er fimmta plata heimskauta apanna en áður hafa lögin „Do I Wanna Know?“ og „R U Mine?“ heyrst af plötunni sem kemur út 9. september .

The Naked And Famous tilkynna nýja plötu og senda frá sér lag

Eftir að hafa slegið í gegn með frumburðinum Passive Me, Aggressive You árið 2010 hafa krakkarnir úr The Naked And Famous látið lítið fyrir sér fara. Það er því kominn tími til að hljómsveitin sendi frá sér nýja plötu og hefur bandið nú tilkynnt útgáfudag fyrir eina slíka. Það mun gerast 16. september sem platan In Rolling Waves lítur dagsins ljós eftir rúm tvö ár í upptökuveri.
Rolling Waves mun innihalda 12 lög, það fyrsta sem sveitin sendir frá sér er smáskífan „Hearts Like Ours“.  Lagið er í post-punk stílnum, syntha gítar brjálæði og upphefjandi taktur sem hefur verið einkennandi fyrir bandið hingað til og ólíklegt að breyting verði á væntanlegri plötu.

Tónleikar helgarinnar

Þessa síðustu helgi júlímánaðar er margt á döfinni í hljómleikahaldi á höfuðborgarsvæðinu og verður hér farið yfir helstu atriði sem endranær.

Miðvikudagur 24. júlí

Hljómsveitirnar Amiina og Sin Fang halda tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 20:30. Báðar hljómsveitir hafa sent frá sér nýtt efni á árinu og hafa verið iðnar við tónleikahald erlendis, en ekki komið mikið fram á Íslandi. Aðgangseyrir er 2500.

Tónleikar til heiðurs alþjóðlega tungumálsins Esperantó verða haldnir á Gamla gauknum. Fram koma Sindri Eldon & The Ways og harmonikkuleikarinn Kimo sem spilar ska tónlist og syngur á esperantó. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Bam Margera úr Jackass og Viva La Bam ásamt hljómsveitinni CKY kynna F***KFACE UNSTOPPABLE en þeir munu halda tónleika og ýmis uppátæki á Spot í Kópavogi. Vitleysingurinn Brandon Novak úr Jackass og Viva La Bam kemur einnig fram og hin frábæra íslenska hljómsveit Morðingjarnir munu taka sín bestu lög og sjá um að trylla lýðinn. Gleðskapurinn hefst klukkan 20:00 og aðgangseyrir er 4900 krónur.

Kvennarappkvöld verður haldið á 11-unni og hefst það klukkan 21:00.  Þar verður rappað, stappað, ljóðaslammað, sungið, spilað, bítboxað, spunnið, klappað og allur andskotinn að sögn skipuleggjanda. Fram kemur heill kvennaskari: Alvia Miakoda Islandia, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórdís Nadia Semichat, Solveig Pálsdóttir, Kolfinna Nikulásdóttir, Anna Tara Andrésdóttir, Katrín Helga Andrésdóttir, Agnes Björgvinsdóttir, La La Bitches!, Tinna Sverrisdóttir og fleiri nettar. Aðgangur eru ókeypis.

Fimmtudagur 25. júlí

Úr dimmum skúmaskotum Kópavogs, þar sem ungir pönkarar og vandræðaunglingar héngu áður fyrr mun nú aftur óma framandi tónlist. Hljóðgjörningafélagið HULK hefur hóað saman tónlistamönnum úr ýmsum áttum til að fylla undirgöngin undir Hamraborg (við Digranesveg) aftur af óhljóðum. Fram koma Rafmagnús, Mudd Mobb, Krakkbott og DJ Flugvél og geimskip. Ólætin hefjast klukkan 19:00 og standa fram eftir kvöldi og eru fríkeypis öllum sem mæta.

Fríða Dís Guðmundsdóttir spilar og syngur draumkennda tóna á ókeypis pikknikk tónleikum kl. 17:00 í gróðurhúsi Norræna hússins. Fríða Dís flytur efni af væntanlegri sóló plötu sinni en hún hefur starfað um árabil með hljómsveitunum Klassart og Eldum. Pikknikk tónleikarnir eru hluti af órafmagnaðri Pikknikk tónleikaröð sem haldin er á fimmtudögum í sumar. Veitingar eru seldar í afgreiðslu Norræna hússins og bornar fram í pikknikk körfum.

Íslandselskhuginn John Grant kemur fram á tveimur tónleikum á Faktorý sem eru á sínum lokametrum fyrir yfirvofandi lokun í Ágúst. Uppselt er á tónleikana sem hefjast klukkan 22:00 en vegna mikilla eftirspurnar var bætt við öðrum tónleikum klukkan 19:30 sem enn eru til miðar á en aðgangseyrir er 3000 krónur. Grant sendi frá sér sýna aðra breiðskífu „Pale Green Ghosts“ fyrr á þessu ári og hefur hún fengið góða dóma hjá flestum helstu tónlistartímaritum heims.

Slegið verður upp Næntís Veizlu á barnum Harlem en skipuleggjendur hennar vilja koma eftirfarandi á framfæri: „Nú er kominn tími til að rifja upp gullna öld, öld þar sem menn voru ennþá viðkvæmir og misskildir og konur voru ennþá of kúl fyrir skólann sem þær voru ekki í. Já, ég er að tala um tíunda áratug síðustu aldar, áratug Doc Martens, köflóttra skyrtna og hettupeysna bundna um mittið.“  Á kvöldinu koma fram Dýrðin, Treisí, Sindri  Eldon & The Ways og svo mun Sindri Eldon þeyta skífum þar til opnunartíma þrýtur. Veislan byrjar 21:00, öllum er boðið og það er ókeypis inn.

Fjölsveitahópurinn Tónleikur heldur áfram að troða upp á Loft Hostel. Að þessu sinni stíga á stokk Ragnar Árni, val kyrja, Tinna Katrín, Pocket, Brynja, Ósk, FrankRaven og Johnny and the Rest. Leikar hefjast 20:30 og allir geta notið þeirra óháð efnahags.

Heiladanskvöld númer 26 verður haldið á hinum nýopnaða Bravó við laugaveg 22 og þar verður framsækinni raftónlist komið á framfæri sem endranær. Í þetta skipti munu DJ Dorrit, Atom Max, Radio Karlsson og Árni² leiða heilafrumur viðstaddra í trylltum dansi en ókeypis er inn á viðburðinn. Dansinn byrjar að duna klukkan 21:00.

Föstudagur 26. júlí

Hljómsveitin Grísalappalísa efnir til tónleika í plötubúðinni og höfuðstöðvunum 12 Tónum á Skólavörðustíg. Grísalappalísa hefur undanfarin misseri verið að gera garðinn frægan fyrir hnífskarpan flutning sinn og ólætin í söngvaranum honum Gunnari. Plata þeirra, ALI, kom út 10. júlí síðastliðin og hefur fengið einróma lof og hylli þjóðar og gagnrýnanda. Lætin byrja klukkan 18:00.

Hljómsveitirnar Agent Fresco, Mammút og Benny Crespo’s Gang kveðja Faktorý með tónleikum eins og margar af helstu sveitum landsins hafa gert undanfarið. Efri hæð opnar 22:00, tónleikar hefjast 23:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

Laugardagur 27. júlí

Hljómsveitirnar RIF og Kjarr leiða saman hesta sína og blása til allsherjar sumargleði á Rósinberg. Lagið Sól í sinni með RIF hefur verið að sörfa ljósvakann í sumar við góðann orðstýr en strákarnir eru nú að sjóða saman í sína fyrstu breiðskífu. Kjarr gaf út plötu samnefnda sveitinni fyrir tveimur árum síðan en hefur enn ekki flutt efnið fyrir okkur íslendinga, þar má finna smelli eins og Beðið eftir sumrinu og Quanum leap. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

Sunnudagur 28. júlí

Snorri Helgason heldur tónleika ásamt hljómsveit í Gljúfrasteini í Mosfellsbæ. Hann hefur spilamennsku stundvíslega klukkan 16:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

 

 

 

 

Safarítúr í boði Washed Out

Tjillbylgju tónlistarmaðurinn Ernest Greene, betur þekktur undir sviðsnafninu Washed Out hefur sent frá sér myndband við lagið „Don‘t Give Up“ sem kom út í síðatliðnum mánuði. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu Washed Out  sem hlotið hefur titilinn Paracosm og mun koma út þann 13. ágúst af útgáfufyrirtækinu Sub Pop. Ernest hefur notað yfir 50 hljóðfæri við gerð plötunnar sem verður hans önnur breiðskífa en frumraun hans Within and Without kom út árið 2011. „Don‘t Give Up“ er annað lagið sem heyrist af Paracosm, áður kom út smáskífan „It All Feels Right“ en platan mun innihalda 9 lög.
Í myndbandinu bregður fyrir ýmsum verum úr plöntu og dýraríkinu sem smell passa við ljúfa tóna listamansins.

Skvett úr skinnsokknum í myndbandi Fidlar

Nick Offerman sem þekktastur er fyrir leik sinn í gamanþáttunum Parks and Recreation birtist í nýju myndbandi hjólabretta pönk bandsins Fidlar við lagið „Cocaine“. Fidlar gáfu út sína fyrstu sjálftitluða plötu í janúar á þessu ári við góðar undirtektir og er lagið „Cocaine“ loka lag plötunar. Full lengd lagsins er 7:30 mínútur en það hefur verið stytt niður í 3:30 mínútur fyrir myndbandið þar sem Offerman dettur rækilega í það með sprellan í fullu fjöri og pissar á mann og annan.

Horfið hér!

Súpergrúbban The Cloak OX gefur út lag

The Cloak OX getur talist sem eins konar súpergrúbba þó flestir kannist eflaust ekki við alla meðlimi bandsins. Það eru þeir Andrew Broder (Fog og Why?), Martin Dosh (Fog og Andrew Bird), Mark Erickson (Fog,Dosh og Why?) og Jeremy Ylvisaker (Andrew Bird) sem mynda hljómsveitna og mun hún gefa út sína fyrstu breiðskífu Shoot the Dog þann 17. September. Þetta mun þó ekki vera fyrsta efnið sem sveitin sendir frá sér því fyrir tveimur árum kom frá þeim EP-platan Prisen . Aðillar úr ýmsum áttum munu koma að gerð væntanlegrar plötu m.a. meðlimir Tv on the Radio og Bon Iver.
Fyrsta lagið af Shoot the Dog er komið út og ber það titilinn „Pigeon Lung“ og inniheldur hrá gítar riff, beinskeittan texta og draugalegt yfirbragð.

Hlustið hér!

Summer Camp sendir frá sér dansvæna diskótóna

Enska indí dúóið Summer Camp gefur út sjálftitlaða plötu þann 9. september og í tilefni af því hefur bandið sent frá sér smáskífuna „Fresh“. Þetta verður önnur breiðskífa hljómsveitarinnar sem gaf út frumraun sína Wolcome To Condale sem var innblásin af 80‘ synthapoppi árið 2011.
Summer Camp (platan) mun innihalda 12 lög og er „Fresh“ fyrsta smáskífan sem heyrist af plötunni. Lagið ber nafn með rentu, ferskt gítarplokk, grúví bassi í takt við seiðandi rödd Elizabeth Sankey, ávanabindandi viðlag og ætti heima á flestum dansvænum diskótekum.