Norður írska stuðsveitin Two Door Cinema Club hefur sent frá sér lagið „Changing of The Seasons“ sem mun verða titill þriggja laga EP-skífu sem er væntanleg er 30. september. Franski unglingurinn Madeon vinnur að gerð plötunnar í samstarfi við tríóið en fær sem betur fer ekki að hafa of mikil áhrif á tónasmíðar sveitarinnir og dupstepið fær að mæta afgangi. Hljómsveitin fær þó aukinn kraft með tilkomu Madeon og þéttleikinn og synthatónarnir ná nýjum hæðum í þessu ágæta lagi.
Category: Fréttir
Tónleikar helgarinnar
Miðvikudagur 14. ágúst
Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson munu leika á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan opnar fyrir gesti kl. 20 og tónleikar hefjast svo á slaginu 20:30. Hljómsveitin Vök mun einnig koma fram, en hún gaf nýverið út sína fyrstu plötu, EP plötuna Tension.
Fimmtudagur 15. ágúst
Markús & The Diversion Sessions halda tónleika í Lucky Records klukkan 17:00
Jazz dúettinn Singimar spilar á ókeypis Pikknikk tónleikum 15. ágúst kl. 17:00 í gróðurhúsi Norræna hússins. Singimar er samstarfsverkefni Inga Bjarna Skúlasonar á píanó og Sigmars Þórs Matthíassonar á kontrabassa.
Hljómsveitin Markús & The Diversion Sessions efnir til stórtónleika í Gym & Tonic sal Kex Hostel, Tónleikarnir verða kveðjutónleikar fyrir bassaleikara hljómsveitarinnar Georg Kára Hilmarsson en hann heldur út í masters nám í tónsmíðum í lok ágúst. Hljómsveitin The Diversion Sessions tók upp stutt skífu árið 2012 og mun hún vera gefin út í takmörkuðu upplagi á tónleikunum. Um upphitun sjá hljómsveitirnar Hymnalaya og Nini Wilson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar 1000kr inn.
Tónleikar á Café Flóru með Skúli mennska og fleiri listamönnum.
Tónleikarnir byrja kl 20 og það er ókeypis inn.
Two Step Horror og Rafsteinn spila á tónleikaröð Hressingarskálans. Enginn aðgangseyrir og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Hljómsveitirnar Godchilla og Klikk troða upp á Dillon fimmtudaginn. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Föstudagur 16. ágúst
BJÚDDARINN 2013, árlegt skemmtikvöld knattspyrnufélagsins Mjöðm Gallerý Knattspyrna (ef.), fer fram á skemmtistaðnum Harlem
Prógram:
Kippi Kaninus
Markús & the diversion sessions
DJ Margeir & Högni Egilsson
Mið-Íslands grínistarnir Bergur Ebbi & Jóhann Alfreð
Málverkauppboð
Hús opnar 22:00
Miðaverð: 1.000 kr.
Laugardagur 17. ágúst
Kveðjutónleikar Boogie Trouble á Gamla Gauknum. Ásamt Boogie verða þarna Bárujárn, Bjór og Babies.
Hús opnar 21:00 – Tónleikar hefjast 22:00 og Aðgangseyrir er 1500 krónur en ágóði rennur óskiptur í að fjármagna væntanlega plötu hljómsveitarinnar sem mun líta dagsins ljós í vetur.
KVIKSYNÐI #6 í hliðarsal Harlem
|
Sunnudagur 18. ágúst
Tónleikar með sjálfum David Byrne og St. Vincent í Háskólabíó klukkan 20:00. Miðar eru til sölu á midi.is og það kostar 8990 í svæði B og 10999 í svæði A. Það þarf vart að kynna David Byrne eða St. Vincent (aka Annie Clark) fyrir tónlistaráhugafólki. Ferill þeirra er mislangur en afar farsæll. Þau leiddu saman hesta sína fyrir nokkrum misserum og tóku upp plötu. Afraksturinn leit dagsins ljós á síðasta ári og platan Love this Giant var af mörgum talin plata ársins 2012.
Cults snúa aftur
New York hljómsveitin Cults var að senda frá sér fyrstu smáskífuna I Can Hardly Make You Mine af væntanlegri annari plötu sveitarinnar Static sem kemur út 15. október. Cults er hugarfóstur þeirra Brian Oblivion gítarleikara og Madeline Follin söngkonu en hún er systir Richie Folin forsprakka hljómsveitarinnar Guards sem gáfu út sína fyrstu plötu fyrr á þessu ári. Cults vöktu fyrst athygli árið 2010 fyrir lagið Go Outside en fyrsta plata þeirra sem var samnefnd bandinu kom út árið 2011 við góðar viðtökur gagnrýnenda.
Tónleikar helgarinnar
Eins og flestar vikur er fjölbreytt úrval tónleika á höfuðborgarsvæðinu þessa helgi og hér verður farið yfir það helsta.
Miðvikudagur 7. ágúst
Tónlistarhópurinn Tónleikur mun halda sína stærstu tónleika hingað til á Rósenberg í kvöld. Tónleikur er hópur sem samanstendur af listamönnum sem öll eiga það sameiginlegt að semja sína eigin tónlist og í kvöld munu koma fram yfir tugur flytjenda; Martin Poduška, Raffaella, Ragnar Árni, slowsteps, val kyrja/Þorgerður Jóhanna, Tinna Katrín, Þorvaldur Helgason, Jakobsson, FrankRaven, Johnny and the Rest, Hljómsveitt og Forma. Fjörið hefst klukkan 20:30 og ókeypis er inn, en hattur verður á staðnum til að taka við frjálsum framlögum.
Hljómsveitin Eva verður öfug, hinsegin og alls konar á Kíkí í kvöld þar sem hún hitar upp fyrir Gay Pride gönguna sem verður um helgina. Leynigestur kvöldsins verður engin önnur en hin íðilfagra Ólafía Hrönn og mun hún flytja áheyrendum nokkur af sínum einstöku lögum. Öfurheitin hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.
Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari og Ingimar Andersen saxófónleikari leika djass frá 10 til 1 á Boston. Báðir eru þeir búsettir erlendis og taka hér höndum saman eftir langan aðskilnað og ókeypis er inn á viðburðinn.
Fimmtudagur 8. ágúst
Hljómsveitin Orfía, samstarfsverkefni Arnar Eldjárns og Soffíu Bjargar, spilar á ókeypis pikknikk tónleikum kl. 17:00 í gróðurhúsi Norræna hússins. Örn og Soffía stofnuðu hljómsveitina Orfía árið 2011 eftir að hafa starfað saman í hljómsveitinni Brother grass um árabil.
Hljóðverk eftir Berglindi Jónu Hlynsdóttir & Guðmund Stein Gunnarsson verður flutt af Hljómskálanum í Hljómskálagarðinum klukkan 18:00. Verkið er hljóðinnsetning og myndverk í almenningsrými sem nýtir Hljómskálann sjálfan, sögu hans, staðsetningu í borginni og umhverfi til þess að lífga við þessa táknmynd sem er í senn minnisvarði, hús og svæði sem hefur sérstakt menningarlegt og sögulegt gildi í borginni.
Opnunarhátíð Hinsegindaga verður haldin í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan 21:00. Á stokk stíga ýmsir þjóðþekktir tónlistarmenn sem á einn eða annan hátt tengjast sögu hinsegin fólks, baráttu þess og listsköpun. Aðgangseyrir er 2500 krónur.
Föstudagur 9. ágúst
Retro Stefson og Hermigervill munu kveðja hinn ástsæla tónleikastað Faktorý. Segja má að hljómsveitin hafi stigið sín fyrstu spor á staðnum þegar hún kom fram á Airwaves hátíðinni 2006 þó að staðurinn hafi þá borið heitið Grand Rokk. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Brimbrettarokksveitin Bárujárn efnir til tónleika til að fagna nýútkomnum geisladiski sínum. Tónleikarnir munu fara fram í kjallara skemmtistaðarins Bar 11 að Hverfisgötu 18 og hefjast leikar klukkan 22:00. Á tónleikunum verða öll lögin af disknum leikin, en auk þess hefur sveitin rifjað upp nokkur af sínum gömlu lögum og má því búast við löngu og sveittu prógrammi. Um upphitun sér hin stórefnilega brimrettarokksveit Godchilla og ljóðskáldið Jón Örn Loðmfjörð. Aðgangur er ókeypis en bjór og geisladiskar verða til sölu á tilboðsverði.
Strengja-og vélasveitin Skark gerir atlögu að tónleikaforminu í bílastæðahúsi Hörpu. Verk eftir Pál Ragnar Pálsson, Viktor Orra Árnason, György Ligeti, Alfred Schnittke og John Wilbye verða flutt en atlagan hefst klukkan 20:00 og aðgangseyrir er 2500 krónur.
Laugardagur 10. ágúst
Helgi Rafn, söngvari og lagahöfundur, flytur 10 ný “kammer pop” lög á íslensku og ensku fyrir raddir og strengi ásamt Bartholdy strengjakvartettnum frá London. Tónleikarnir verða í húsnæði Leikfélags Kópavogs, en það rými var valið svo hægt væri að skapa leikræna og nána stemmingu. Aðgangseyrir er 1200 krónur og hljómleikarnir hefjast klukkan 21:00.
Sunnudagur 11. ágúst
Frá upphafi hefur Faktorý átt sér heitan draum um stefnumót við stórhljómsveitina Gus Gus. Nú mun sá draumur loks verða að veruleika því hljómsveitin hefur þáð heimboð á Faktorý. Til slíks viðburðar er ekkert kvöld meira viðeigandi en síðasta kvöld staðarins, sunnudagurinn 11. ágúst. Gestir ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því hljómsveitin ætlar að spila gamla slagara í bland við nýtt óútgefið efni af væntanlegri plötu sveitarinnar. Uppselt er á viðburðinn en þeim lesendum sem eru virkilega heitir er bent á barnaland.
50 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 50 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.
Þau eru: sóley, Savages (UK), Jon Hopkins (UK), John Grant (US), Mykki Blanco (US), Mac DeMarco (CA), Lay Low, Villagers (IE), PAPA (US), Empress Of (US), Lescop (FR), Agent Fresco, Young Fathers (SCO), For a Minor Reflection, Slow Magic (US), kimono, We Are Wolves (CA), Ghostigital, Dikta, San Fermin (US), Berndsen, Baby in Vain (DK), Sean Nicholas Savage (CA), Cousins (CA), Úlfur Úlfur, Aaron and the Sea (US), Biggi Hilmars, Kithkin (US), Eldar, Epic Rain, The Balconies (CA), Futuregrapher, Nordic Affect, Ylja, Wistaria, Tonik, Sindri Eldon and the Ways, Good Moon Deer, Rökkurró, Kött Grá Pjé, Jóhann Kristinsson, Kajak, Sometime, Saktmóðigur, Hudson Wayne, Boogie Trouble, Tanya & Marlon, M-Band, Original Melody og Nolem!
cut copy með nýtt dansvænt lag
Áströlsku drengirnir í Cut Copy hafa sleppt frá sér smáskífunni „Let Me Show You“ og er þetta annað lagið sem heyrist af væntanlegri plötu. Nokkur eftirvænting hafði skapast í kringum útgáfu lagsins þar sem 120 vínyl eintökum af laginu var dreift á Pitchfork Music Festival á dögunum.
„Let Me Show You“ er dansvænn rafsmellur enda ekki við öðru á búast frá bandinu, lagið er kaflaskipt með uppbyggingum og droppum sem einkennast af húslegum takti og geimhljóðum.
Tónleikar helgarinnar
Miðvikudagur 31. 7
Hljómsveitin Grísalappalísa ætlar að blása til veislu á tónleikastaðnum Faktorý vegna nýútkominnar plötu sinnar, ALI. Með Grísalappalísu verða Ojba Rasta og DJ Flugvél og Geimskip. Húsið opnar 21:00. Það kostar 1000 krónur inn, eða 3000 krónur og fyrsta plata Grísalappalísu, ALI, fylgir með.
Fimmtudagur 1. 8
Frumsýninga á heimildamyndinni um kvennapönkhljómsveitina Pussy Riot kl 19:30. Kvennapönkhljómsveitin Viðurstyggð mun hita allhressilega upp og léttar veitingar verða í boði frá kl 19:30, en myndin hefst á slaginu kl 20:00. Hægt er að tryggja sér miða á midi.is en einnig er hægt að kaupa miða á frumsýninguna í miðasölu Bíó Paradís en hún er opin daglega frá kl 17.
Í tilefni útgáfu stuttskífunnar Aquarium með kimono verður boðað til tónleika á Faktorý. Bandarísk-íslenski dúettinn Low Roar ætlar einnig að koma fram. Miðasala opnar kl 21:00 og hefjast tónleikarnir svo stundvíslega kl 22:00.
Miðaverð er 1500 kr.
Upphitun fyrir Innipúkann á Kex klukkan 21:00. Samaris leika fyrir gesti og hægt verður að kaupa armbönd á hátíðina sjálfa.
Myrra Rós og Elín Ey spila á tónleikum á Café Rósenberg klukkan 21. 1000 krónur inn.
Hljómsveitirnar Knife Fights og Treisí spila á Dillon klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Bíó Paradís heldur áfram að bjóða upp á sumartónleika, en þetta verða þeir síðustu í bili og verða þeir því í stóra sal hússins og hefst tónlistin klukkan 22:00. Samaris og Arnljótur koma fram.
Föstudagur 2. 8
Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tólfta skipti í Reykjavík um Verslunarmannahelgina. Innipúkinn 2013 teygir sig yfir tvo daga og fer fram föstudags- og laugardagskvöld, dagana 2. og 3. ágúst. Hátíðin í ár fer fram á Faktorý. það kostar 3000 fyrir eitt kvöld en 4900 fyrir bæði kvöldin.
Föstudagur:
Gísli Pálmi
Valdimar
Steed Lord
Prins Póló
Skelkur í bringu
Thule kynnir útihátíð í bakgarðinum á Dillon um Verslunarmannahelgina. Verð fyrir eitt kvöld 2500 en 4500 fyrir þrjú kvöld. Dagskrá föstudags:
Dagskrá föstudags
21:00-22:00 Botnleðja
20:00-20:45 Leaves
19:15-19:45 Johnny And The Rest
18:30-19:00 Thingtak
17:45-18:15 Alchemia
17:00-17:30 Jósef “Elvis” Ólason/Grillveisla
Laugardagur 3. 8
Tónlistarhátíðin Innipúkinn heldur áfram á Faktory.
Laugardagur:
Botnleðja
Geiri Sæm
Ylja
Agent Fresco
Grísalappalísa
Rykkrokk hátíð í Fellagörðum verður sérstakt off venue á Innipúkanum í ár. Rykkrokk var síðast haldið 1995 og verður dagskráin klæðskerasniðin nútímanum með nostalgísku ívafi. Allir sem koma fram hafa sterka tengingu við Breiðholtið:
-Langi Seli og Skuggarnir
-Prins Póló
-Gríspalappalísa
-Tanya & Marlon
-Samaris
Frítt inn! og innipúkar úr öllum hverfum Reykjavíkur hvattir til að koma uppí Fellagarða.Thule útihátíð í bakgarðinum á Dillon heldur áfram
21:00-22:00 Blaz Roca
20:00-20:45 Vintage Caravan
19:15-19:45 Sindri Eldon & The Ways
18:30-19:00 The Wicked Strangers
17:45-18:15 Rekkverk
17:00-17:30 Grillveisla
Sunnudagur 4. 8
Thule útihátíð í bakgarðinum á Dillon heldur áfram
21:00-22:00 Brain Police
20:00-20:45 Dimma
19:15-19:45 Esja
18:30-19:00 TBA
17:45-18:15 Herbert Guðmundsson
17:00-17:30 Grillveisla
TV ON THE RADIO MEÐ SITT FYRSTA LAG Í TVÖ ÁR
Það hefur verið rólegt í tíðinni hjá TV On the Radio undanfarið þó hljómsveitin hafi komið fram reglulega hefur nýtt efni staðið á sér allt frá útgáfu síðustu plötu þeirra Nine Types of Light. Nú hefur bandið hins vegar snúið aftur með kraftmikinn smell sem ber titilinn „Mercy“. Lagið er öllu þyngra og rokkaðara heldur en efnið á Nine Types of Light og gæti vel verið tekið af meistarastykkinu Return To Cookie Mountain sem kom út 2006 og hljóta það að teljast góð tíðindi.
ARCTIC MONKEYS GEFA ÚT LAG UNDIR HIP-HOP ÁHRIFUM
Þriðja smáskífan af væntanlegri plötu Arctic Monkeys AM hefur lekið á netið nokkrum dögum fyrir áætlun. Lagið heitir „Why’d You Only Call Me When You’re High?” og minnir að sögn söngvara bandsins Alex Turner á takt úr Dr. Dre lagi. Turnar gerist ekki svo kræfur að rappa í laginu og lætur sér nægja að syngja það með frásagnarkenndum falsettu stíl undir reiðu, dularfullu eyðimerkur undirspili sem svipar helst til Black Keys.
AM er fimmta plata heimskauta apanna en áður hafa lögin „Do I Wanna Know?“ og „R U Mine?“ heyrst af plötunni sem kemur út 9. september .
The Naked And Famous tilkynna nýja plötu og senda frá sér lag
Eftir að hafa slegið í gegn með frumburðinum Passive Me, Aggressive You árið 2010 hafa krakkarnir úr The Naked And Famous látið lítið fyrir sér fara. Það er því kominn tími til að hljómsveitin sendi frá sér nýja plötu og hefur bandið nú tilkynnt útgáfudag fyrir eina slíka. Það mun gerast 16. september sem platan In Rolling Waves lítur dagsins ljós eftir rúm tvö ár í upptökuveri.
Rolling Waves mun innihalda 12 lög, það fyrsta sem sveitin sendir frá sér er smáskífan „Hearts Like Ours“. Lagið er í post-punk stílnum, syntha gítar brjálæði og upphefjandi taktur sem hefur verið einkennandi fyrir bandið hingað til og ólíklegt að breyting verði á væntanlegri plötu.