Tónleikahelgin 12.-16. febrúar 2014

Miðvikudagur 12. febrúar

KEX Hostel býður upp á tónleika með hljómsveitinni Sykur og tónlistarkonunni Cell7. Tónleikarnir fara fram á Sæmundi í sparifötunum, veitingastað hostelsins og hefjast kl. 20:30. Hljómsveitin Sykur mun nota tækifærið og frumflytja nokkur ný lög og Cell7 mun flytja lög af breiðskífunni CellF.

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason spilar á Slippbarnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Fimmtudagur 13. febrúar 

Sónar Reykjavík hefst þetta kvöld og m.a þeirra sem koma fram eru Rycuichi Sakamoto & TaylorDeupree, GusGus, Good Moon Dear, Tonic, Introbeats, Hermigervil ásamt mörgum öðrum.  Hér má sjá dagskrána.

Tónlistarmaðurinn Andri Ásgrímsson er fer fyrir hljómsveitinni RIF. Spilar lög af væntanlægri plötu sveitarinnar á Hlemmur square. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og það er frítt inn.

Mikeal Máni Ásmundsson & Anna Gréta Sigurðardóttir koma fram í Mengi. Það kostar 2000 krónur inn og hefjast tónleikarnir 21:00.

 

 

Föstudagur 14. febrúar

 

Sónar Reykjavík heldur áfram. Tónleikar m.a frá Bonobo, Paul Kalkbrenner, Starwalker, Kiasmos, When Saint Go Machine, Jon Hopkins og mörgum öðrum.  Hér má sjá dagskrána.

 

Hljómsveitirnar Skepna og Strigaskór nr.42 halda tónleika á Dillon. Kvöldið hefst klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

Ólafur Björn Ólafsson sem hefur starfað með ýmsum hljómsveitum og listamönnum síðustu ár s.s. Yukatan, Kanada, Stórsveit Nix Noltes, Jónsa og nú síðast með Sigur Rós á tónleikaferðalagi þeirra um heiminn mun troða upp í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

Laugardagur 15. febrúar

Síðasti dagur Sónar Reykjavík, tónleikar og dj-sett með Daphni, Major Lazer, Fm Belfast, Sísý Ey, Hjaltalín, James Holden, Trentemöller, Evian Christ, Sykur, Ojba Rasta, Low Roar og mörgum öðrum. Hér má sjá dagskrána.

 

Páll Ivan frá Eiðum sem hefur komið víða við í hljóð og sjónlistum  mun halda tónleika í Mengi. í þetta sinn verður lögð höfuð áhersla á hljóðið því að á tónleikum Páls Ivans verður ekkert að sjá heldur verður dregið fyrir þannig að áhorfendur neyðast til að verða áheyrendur að miklu sjónarspili. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

 

Sunnudagur 16. febrúar

 

Hin goðsagnakennda rafsveit The Zuckakis Mondeyano Projcet snýr aftur til að spila eitt gigg á Palóma áður en meðlimir hljómsveitarinnar halda aftur til Danmerkur og Japan. Upphitun mun vera í höndum DJ Kocoon, viðburðurinn byrjar á slaginu 20:00 en tónleikarnir 21:00.

Michel Gondry myndband með Metronomy

Metronomy frumsýndu í dag myndband við lagið Love Letters sem fjallað var um á straumi á dögunum. Því er leikstýrt af franska meistaranum Michel Gondry en eftir hann liggja ógrynni frábærra tónlistarmyndbanda með stjörnum á borð við Björk, Daft Punk, Beck og White Stripes, auk kvikmynda eins og Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan en von er á breiðskífu frá Metronomy þann 10. mars næstkomandi.

Straumur 10. febrúar 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá SBTRKT, Helix & Hrdvsion, Mas Ysa, Moon Boots, KELELA og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 10. febrúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Gmail – Helix & Hrdvsion

2) Hold The Line – SBTRKT

3) Delorean Dynamite – Todd Terje

4) Shame – Mas Ysa

5) A Long Walk Home For Parted Lovers (Wild Nothing remix) – Yumi Zouma

6) C.Y.S. – Moon Boots

7) To Loose – Oceaán

8) The High – KELELA

9) Rewired – Thoughts – Guðlaugur

10) Little Fang – Avey Tare

11) The Moon Song (ft. Ezra Koenig) – Karen O

12) Sing To Me (ft. Karen O) – Walter Martin

 

Annie syngur gegn Pútín

Norska elektródívan Annie sendi í dag frá sér lagið Russian Kiss ásamt opinskáu myndbandi. Því er ætlað að mótmæla Vladimir Putin og þeim forneskjulegu lögum gegn samkynhneigð sem ríkja í Rússlandi, sem hafa verið í sviðsljósinu undanfarið vegna Vetrarólympíuleikanna sem voru settir í dag. Annie kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2005 en lag hennar Heartbeat hafði notið mikilla vinsælda á Reykvískum skemmtistöðum árið áður. Horfið á myndbandið við Russian Kiss og Heartbeat hér fyrir neðan.


Tónleikahelgin 6.-8. febrúar

Fimmtudagur 6. febrúar

Samstarfstónleikar tónlistarmanna frá Reykjavík og Denver verða haldnir í Iðnó. Tónlistarmennirnir para sig saman og flytja tónlist hvors annars í sameiningu og búa til tónlistarlegan bræðing úr þessum tveimur ólíku en að sama skapi tengdu tónlistarheimum. Íslensku tónlistarmennirnir sem koma fram eru hin þjóðþekktu Högni Egilsson (Hjaltalín & Gus Gus), Lay Low og Snorri Helgason en frá Denver koma þau Tyler Ludwick (Princess Music), Esmé Patterson (Paper Bird) og Jesse Elliott (Ark Life). Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis.

Blússveitin The Dirty Deal Blues Band kemur fram á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

Föstudagur 7. febrúar

Just Another Snake Cult stíga á stokk í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu. Verkefnið var stofnað af Þóri Bogasyni árið 2010 sem spilar á ýmis hljóðfæri, semur tónlistina mestmegnis sjálfur og tekur hana upp. Frænka hans, Helga Jónsdóttir, spilar með honum á selló og hljóðgervil. Síðastliðið eitt og hálft ár hafa þau verið að þróa með sér leikrænan en naumhyggjulegan sækadelískan poppbræðing sem gat af sér plötuna Cupid Makes a Fool of Me sem þau gáfu sjálf út á síðasta ári. Platan hefur fengið frábæra dóma, fékk tónlistarverðlaun Kraums og komst á lista Fréttablaðsins, Fréttatímans, Dr Gunna, Rjómans, Straums og KEXP yfir bestu plötur ársins. Á tónleikunum í Mengi leika þau lög af plötunni í fyrsta skipti opinberlega eftir að hún kom út. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2.000 kr.

 

Raftónlistarhópurinn Weirdcore heldur upphitunartónleika fyrir Sónar hátíðina á Harlem. Fram koma Sometime, Futuregrapher og Tanya & Marlon. DJ Yamaho mun svo þeyta skífum að tónleikunum loknum. Leikar hefjast klukkan 21:00 og það er fríkeypis inn.

Laugardagur 8. febrúar

Ultra Mega Technobandið Stefán heldur útgáfutónleika á Harlem en önnur plata sveitarinnar kom út í nóvember. Highlands munu hita upp og plötusnúðatvíeykið Nuke Dukem munu halda stuðinu gangandi eftir tónleikana. Gleðin hefst á slaginu 22:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Poppprinsessan Leoncie treður upp á Gauk á Stöng og aðstandendur taka tónleikanna taka fram að hún muni árita hljómplötur sínar á staðnum. Hide Your Kids hita upp en tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

Neil Young & The Crazy Horse til Íslands

Hinn kanadíska rokkhetja Neil Young er væntanleg til Íslands í sumar og mun halda tónleika í Laugardalshöllinni þann 7. júlí. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við All Tomorrow’s Parties tónlistarhátíðina. Hljómsveitin Crazy Horse sem hefur leikið með honum um áratugaskeið verður með í för en þetta verða fyrstu tónleikarnir á tónleikaferðalagi Young um Evrópu. All Tomorrow’s Parties verður haldin í Ásbrú 10. til 12. júlí en þar koma meðal annars fram Portishead, Interpol og Kurt Vile.

Straumur 3. febrúar 2014

Í Straumi í kvöld fáum við hljómsveitina Just Another Snake Cult í heimsókn, kíkjum á væntanlegar plötur frá Beck og Broken Bells og heyrum nýtt efni frá A-Track, Work Drugs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 3. febrúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Aerosol Can (ft. Pharell) – Major Lazer
2) Perfect World – Broken Bells
3) Medicine – Broken Bells
4) Humphrey – A-Trak & Cam’ron
5) There Is No Other Time – Klaxons
6) Morning – Beck
7) Unforgiven – Beck
8) Blackbird Chain – Beck
9) Cupid Makes a Fool of Me – Just Another Snake Cult
10) Way Over Yonder in The Minor Key – Just Another Snake Cult
11) Beneath the Black and Purple – Morgan Delt
12) Whorehouse – ceo
13) The Good In Goodbye – Work Drugs
14) Domino – Gardens & Villa
15) Pray For Newtown – Sun Kil Moon
16) Carissa – Sun Kil Moon

Major Lazer senda frá sér nýtt lag ásamt Pharrell

Hið magnaða verkefni Diplo Major Lazer, sem verður á Sónar hér á landi í næsta mánuði sendir frá sér ep plötuna Apocalypse Soon á næstunni. Lazerinn gaf í dag út fyrsta lagið af plötunni, hið stórgóða Aerosol Can þar sem tónlistarmaðurinn Pharrell Williams leikur stórt hlutverk. Pharrell rappar í laginu yfir minimalískan takt Diplo og útkoman er ansi skemmtileg.

Pixies til Íslands í sumar

Bandaríska rokksveitin Pixies er væntanleg til Íslands í sumar og mun halda tónleika í Laugardalshöllinni þann 11. júní. Sveitin sem var upp á sitt besta í lok 9. áratugarins og upphafi þess 10. með plötum eins og Surfer Rosa og Dolittle, hefur áður komið til Íslands en hún lék á tveimur tónleikum fyrir troðfullum Kaplakrika árið 2004. Nýlega hafa Pixies gefið frá sér tvær stuttskífur og von er á breiðskífu frá þeim á árinu.