Pixies til Íslands í sumar

Bandaríska rokksveitin Pixies er væntanleg til Íslands í sumar og mun halda tónleika í Laugardalshöllinni þann 11. júní. Sveitin sem var upp á sitt besta í lok 9. áratugarins og upphafi þess 10. með plötum eins og Surfer Rosa og Dolittle, hefur áður komið til Íslands en hún lék á tveimur tónleikum fyrir troðfullum Kaplakrika árið 2004. Nýlega hafa Pixies gefið frá sér tvær stuttskífur og von er á breiðskífu frá þeim á árinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *