7.2.2014 17:05

Annie syngur gegn Pútín

Norska elektródívan Annie sendi í dag frá sér lagið Russian Kiss ásamt opinskáu myndbandi. Því er ætlað að mótmæla Vladimir Putin og þeim forneskjulegu lögum gegn samkynhneigð sem ríkja í Rússlandi, sem hafa verið í sviðsljósinu undanfarið vegna Vetrarólympíuleikanna sem voru settir í dag. Annie kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2005 en lag hennar Heartbeat hafði notið mikilla vinsælda á Reykvískum skemmtistöðum árið áður. Horfið á myndbandið við Russian Kiss og Heartbeat hér fyrir neðan.©Straum.is 2012