Metronomy sendir ástarbréf

Metronomy sendi í dag frá sér lagið Love Letters. Í því rær hann á mið 7. og 8. áratugarins í lagi sem er í senn bítla- og bowie-legt. Það eru skoppandi píanóhljómar sem drífa það áfram og viðlagið er eins og eitthvað úr hippasöngleiknum Hárinu. Metronomy fékkst aðallega við raftónlist í byrjun ferilsins en á sinni síðustu plötu, The Englis Riviera frá 2010, sneri hann sér hins vegar að skúturokki. Love Letters er önnur smáskífan og titillagið af væntanlegri breiðskífu Metronomy sem kemur út 10. mars næstkomandi. Í haust kom út lagið I’m Aquarius og af hljómi laganna, titlum og myndinni á hulstrinu að dæma, virðist platan vera undir sterkum áhrifum frá sumari ástarinnar og hippatímabilinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *