Michel Gondry myndband með Metronomy

Metronomy frumsýndu í dag myndband við lagið Love Letters sem fjallað var um á straumi á dögunum. Því er leikstýrt af franska meistaranum Michel Gondry en eftir hann liggja ógrynni frábærra tónlistarmyndbanda með stjörnum á borð við Björk, Daft Punk, Beck og White Stripes, auk kvikmynda eins og Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan en von er á breiðskífu frá Metronomy þann 10. mars næstkomandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *